Þýskir bílaframleiðendur yngja upp í forstjórastólunum Finnur Thorlacius skrifar 12. mars 2015 09:59 Forstjórarnir verða sífellt yngri hjá þýsku bílaframleiðendunum. Undanfarið hafa orðið miklar breytingar í yfirstjórn flestra þýsku bílaframleiðendanna og þar hafa yngri stjórnendur tekið við keflinu. Brátt mun Harald Krueger taka við forstjórahlutverkinu hjá BMW og Herbert Diess taka yfir Volkswagen merkið. Með þeim breytingum eru 4 af 6 forstjórum þýsku bílamerkjanna rétt í kringum fimmtugt. Markar það talsverða breytingu, en forstjórar fyrirtækjanna hafa gjarnan verið mun eldri. Þessar breytingar eru í takt við þá miklu kröfu sem til forstjóranna eru gerðar, að þeir séu vel inní nýjustu tækni og stjórnunaraðferðum og fylgist vel með öllum mörkuðum og keppinautum. Svo virðist sem stjórnir fyrirtækjanna treysti best yngri mönnum til að uppfylla þessi skilyrði, enda þróunin hröð á nútíma bílamarkaði. Þá telja stjórnir þeirra einnig mikinn kost að þessir yngri menn séu ekki bundnir klafa þess skrifræðis sem oft hefur einkennt bílafyrirtækin. Þeir finni upp nýjar stjórnunaraðferðir, stytti ferla og hunsi gamlar leikreglur. Framleiðsla bíla verður sífellt flóknari og því þurfi að stytta boðleiðir og taka ákvarðanir fyrr og greina vandamál hraðar. Þar telja stjórnir fyrirtækjanna að yngri menn sé líklegri til árangurs. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent
Undanfarið hafa orðið miklar breytingar í yfirstjórn flestra þýsku bílaframleiðendanna og þar hafa yngri stjórnendur tekið við keflinu. Brátt mun Harald Krueger taka við forstjórahlutverkinu hjá BMW og Herbert Diess taka yfir Volkswagen merkið. Með þeim breytingum eru 4 af 6 forstjórum þýsku bílamerkjanna rétt í kringum fimmtugt. Markar það talsverða breytingu, en forstjórar fyrirtækjanna hafa gjarnan verið mun eldri. Þessar breytingar eru í takt við þá miklu kröfu sem til forstjóranna eru gerðar, að þeir séu vel inní nýjustu tækni og stjórnunaraðferðum og fylgist vel með öllum mörkuðum og keppinautum. Svo virðist sem stjórnir fyrirtækjanna treysti best yngri mönnum til að uppfylla þessi skilyrði, enda þróunin hröð á nútíma bílamarkaði. Þá telja stjórnir þeirra einnig mikinn kost að þessir yngri menn séu ekki bundnir klafa þess skrifræðis sem oft hefur einkennt bílafyrirtækin. Þeir finni upp nýjar stjórnunaraðferðir, stytti ferla og hunsi gamlar leikreglur. Framleiðsla bíla verður sífellt flóknari og því þurfi að stytta boðleiðir og taka ákvarðanir fyrr og greina vandamál hraðar. Þar telja stjórnir fyrirtækjanna að yngri menn sé líklegri til árangurs.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent