Bílasala í Rússlandi féll um 38% í febrúar Finnur Thorlacius skrifar 12. mars 2015 10:52 Salan í Lada bílum féll ekki eins mikið og hjá mörgum erlendum bílafyrirtækjum. Enn heldur bílasala í Rússlandi áfram að falla og nú sem aldrei fyrr. Febrúar var afar slæmur bílasölumánuður og minnkaði salan frá árinu í fyrra frá 206.526 bílum í 128.298 bíla, eða um 38%. Bílaframleiðendur fór misilla út úr þessum mánuði og til dæmis féll salan hjá PSA/peugeot-Citroën um 83% og um 78% hjá Gord og General Motors. Salan hjá Toyota féll um 37%, Volkswagen seldi 35% færri bíla, Lada 31% færri og Mercedes Benz 16% færri bíla. Hafa verður í huga að margir erlendir bílaframleiðendur hafa tekið bíla sína úr sölu í Rússlandi og sumir þeirra hafa hætt að framleiða bíla í Rússlandi. Skárri var staðan hjá systurfyrirtækjunum Hyundai og Kia en þar féll salan aðeins um 4,8% og 5,6%. AEB hefur spáð 24% minni sölu bíla í ár í Rússlandi en PriceWaterhousCoopers er svartsýnna og spáir 25-35% minni sölu í ár. Heildarminnkunin í ár eftir fyrstu tvo mánuðina er 32%. Því virðist spá PWC raunhæfari. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent
Enn heldur bílasala í Rússlandi áfram að falla og nú sem aldrei fyrr. Febrúar var afar slæmur bílasölumánuður og minnkaði salan frá árinu í fyrra frá 206.526 bílum í 128.298 bíla, eða um 38%. Bílaframleiðendur fór misilla út úr þessum mánuði og til dæmis féll salan hjá PSA/peugeot-Citroën um 83% og um 78% hjá Gord og General Motors. Salan hjá Toyota féll um 37%, Volkswagen seldi 35% færri bíla, Lada 31% færri og Mercedes Benz 16% færri bíla. Hafa verður í huga að margir erlendir bílaframleiðendur hafa tekið bíla sína úr sölu í Rússlandi og sumir þeirra hafa hætt að framleiða bíla í Rússlandi. Skárri var staðan hjá systurfyrirtækjunum Hyundai og Kia en þar féll salan aðeins um 4,8% og 5,6%. AEB hefur spáð 24% minni sölu bíla í ár í Rússlandi en PriceWaterhousCoopers er svartsýnna og spáir 25-35% minni sölu í ár. Heildarminnkunin í ár eftir fyrstu tvo mánuðina er 32%. Því virðist spá PWC raunhæfari.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent