Twitter tekur á hefndarklámi Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2015 12:08 Hefndarklám hefur víða verið tekið hörðum tökum síðustu misseri. Vísir/getty Reglum samfélagsmiðilsins Twitter hefur verið breytt til að stöðva dreifingu hefndarkláms. Ekki er langt síðan Dick Costolo, framkvæmdastjóri Twitter, sagði að fyrirtækið hefði staðið sig ömurlega í að berjast gegn misnotkun og „tröllum“ á samfélagsmiðlinum. Í reglum Twitter stendur nú að bannað sé að dreifa persónulegum myndum eða myndböndum sem voru teknar eða er dreift án samþykkis viðkomandi. Lokað verður á notendur sem dreifa hefndarklámi og þeir beðnir um að fjarlæga efnið, annars eigi þeir ekki aftur snúið á Twitter. Þeir sem kvarta yfir birtingu þurfa að sanna hverjir þeir eru og að þeir hafi ekki gefið leyfi fyrir birtingu efnisins. Á vef BBC kemur fram að víða er verið að taka hefndarklám og þá sem því dreifa hörðum tökum. Í Englandi og Wales getur hver sá sem dreifir hefndarklámi átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsisvist. þá hefur hefndarklám verið gert refsivert í fjölda ríkja Bandaríkjanna. Talsmaður Twitter segir að starfsmenn fyrirtækisins séu vongóðir á að hægt verði að bregðast við öllum tilkynningum innan skynsamlegs tímaramma. Breytingar verða gerðir á tölvukóðum samfélagsmiðilsins, svo að ekki verði hægt að birta myndir aftur sem hafi verið bannaðar. Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Reglum samfélagsmiðilsins Twitter hefur verið breytt til að stöðva dreifingu hefndarkláms. Ekki er langt síðan Dick Costolo, framkvæmdastjóri Twitter, sagði að fyrirtækið hefði staðið sig ömurlega í að berjast gegn misnotkun og „tröllum“ á samfélagsmiðlinum. Í reglum Twitter stendur nú að bannað sé að dreifa persónulegum myndum eða myndböndum sem voru teknar eða er dreift án samþykkis viðkomandi. Lokað verður á notendur sem dreifa hefndarklámi og þeir beðnir um að fjarlæga efnið, annars eigi þeir ekki aftur snúið á Twitter. Þeir sem kvarta yfir birtingu þurfa að sanna hverjir þeir eru og að þeir hafi ekki gefið leyfi fyrir birtingu efnisins. Á vef BBC kemur fram að víða er verið að taka hefndarklám og þá sem því dreifa hörðum tökum. Í Englandi og Wales getur hver sá sem dreifir hefndarklámi átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsisvist. þá hefur hefndarklám verið gert refsivert í fjölda ríkja Bandaríkjanna. Talsmaður Twitter segir að starfsmenn fyrirtækisins séu vongóðir á að hægt verði að bregðast við öllum tilkynningum innan skynsamlegs tímaramma. Breytingar verða gerðir á tölvukóðum samfélagsmiðilsins, svo að ekki verði hægt að birta myndir aftur sem hafi verið bannaðar.
Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira