Er Samsung hæfara til smíði rafbíls en Apple? Finnur Thorlacius skrifar 12. mars 2015 14:22 Skildu þessir tveir raftækjaframleiðendur halla sér brátt að smíði bíla? Nú þegar sögur fara af hugsanlegri smíði Apple á rafmagnsbíl hefur verið bent á að ef skoðuð eru einkaleyfi sem tengjast tækni í bíla þá hefur Samsung skráð mun fleiri slík en Apple. Apple er skráð fyrir 275 einkaleyfum er tengjast bílum en Samsung 3.094. Mörg þessara leyfa Samsung tengjast rafhlöðum, sem bæði geta nýst við smíði síma, annarra raftækja og rafmagnsbíla. Apple hefur skráð afar fá leyfi er tengjast rafhlöðum og því er ef til vill ekkert skrítið að Apple hafi nálgast Tesla varðandi rafhlöður. Einnig hefur heyrst af hugsanlegum kaupum Apple á Tesla, en engar slíkar fréttir hafa verið staðfestar. Þegar skoðuð voru 5.036 einkaleyfi sem fyrirtækin Samsung, Apple, Google, Tesla og Uber hafa skráð og tengjast bílum sést að Samsung á 61% þeirra, eða 3.094. Því ætti Samsung að standa betur að vígi en Apple ef áhugi væri fyrir því að smíða bíla, og þá helst rafmagnsbíla. Tækni Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent
Nú þegar sögur fara af hugsanlegri smíði Apple á rafmagnsbíl hefur verið bent á að ef skoðuð eru einkaleyfi sem tengjast tækni í bíla þá hefur Samsung skráð mun fleiri slík en Apple. Apple er skráð fyrir 275 einkaleyfum er tengjast bílum en Samsung 3.094. Mörg þessara leyfa Samsung tengjast rafhlöðum, sem bæði geta nýst við smíði síma, annarra raftækja og rafmagnsbíla. Apple hefur skráð afar fá leyfi er tengjast rafhlöðum og því er ef til vill ekkert skrítið að Apple hafi nálgast Tesla varðandi rafhlöður. Einnig hefur heyrst af hugsanlegum kaupum Apple á Tesla, en engar slíkar fréttir hafa verið staðfestar. Þegar skoðuð voru 5.036 einkaleyfi sem fyrirtækin Samsung, Apple, Google, Tesla og Uber hafa skráð og tengjast bílum sést að Samsung á 61% þeirra, eða 3.094. Því ætti Samsung að standa betur að vígi en Apple ef áhugi væri fyrir því að smíða bíla, og þá helst rafmagnsbíla.
Tækni Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent