Í hugljúfu myndbandi sem birtist á netinu í gær má sjá skemmtileg viðbrögð Alex, sem getur ekki hætt að brosa. Robert Downey lætur hann fá hendi, í líki búnings Iron man ofurhetjunnar og setur upp svipaða hendi.
Gervihöndin var þróuð af Alberto Manero sem byggir og gefur slíka limi til barna um heim allan. Höndin er þrívíddarprentuð og kostaði einungis um 350 dali, eða um 50 þúsund krónur. Það er mun minna en hefðbundin gervilimur.