Hjörtur Logi Valgarðsson var hetja Örebro þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum sænsku bikarkeppninnar í dag. Hjörtur skoraði eina markið í 1-0 sigri gegn Malmö.
Mark Hafnfirðingsins kom eftir 22. mínútna leik, en hann skoraði það með hörkuskoti frá vítateigslínuni.
Hjörur fór svo af velli eftir klukkutíma leik, en Eiður Aron Sigurbjörnsson spilaði allan leikinn í vörn Örebro.
Örebro er því komið í undanúrslit keppninnar.
