Þrjú íslensk mörk litu dagsins ljós þegar Häcken tryggði sér sæti í undanúrslitum sænsku bikarkeppninnar. Liðið lagði IFK Norrköping að velli, 3-1.
Arnór Ingvi Traustason kom Norrköping yfir á 27. mínútu, en þá var röðin komin að Eyjamanninum Gunnari Heiðari Þorvaldssyni. Hann jafnaði metin á 36. mínútu og staðan var jöfn í hálfleik.
Gunnar Heiðar var aftur á ferðinni í upphafi síðari hálfleiks og staðan orðin 2-1 fyrir Häcken. Simon Gustafsson bætti svo við þriðja marki Häcken á 57. mínútu og lokatölur 3-1.
Arnór Ingvi Traustason fór af velli eftir 65. mínútna leik hjá Norrköping, en Gunnar Heiðar spilaði allan leikinn.
Häcken er því komið í undanúrslitin ásamt FH-bönunum í Elfsborg, Hjálmari Jónssyni og félögum í Gautaborg og Örebro, en með Örebro leika þeir Hjörtur Logi Valgarðsson og Eiður Aron Sigurbjörnsson.
