Skoda jók hagnaðinn um 46% Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2015 15:23 Vel gengur hjá Skoda þessa dagana. Tékkneski bílaframleiðandinn Skoda átti mjög gott ár í fyrra og seldi í fyrsta skipti yfir 1 milljón bíla á einu ári, reyndar eina 1.0370.000 bíla. Hagnaður fyrirtækisins nam 98 milljörðum króna og jókst hagnaðurinn mjög á milli ára, eða um 46%. Stefna Skoda er að selja 1,5 milljónir bíla árið 2018 og stefnir strax í ár á umtalsverða aukningu. Upphaf ársins lofar góðu og fyrstu tveir mánuðirnir benda til þess að Skoda muni selja vel á árinu, þrátt fyrir að aðstæður séu víða erfiðar, svo sem í Rússlandi. Í fyrra var söluaukning Skoda 12,7% og náði fáir evrópskir bílaframleiðendur viðlíka aukningu. Ef Skoda tekst aftur í ár ná samsvarandi aukningu mun sala Skoda í ár nema 1.170.000 bílum. Sala Skoda bíla í Kína í fyrra nam 281.400 bílum og jókst salan um 24% þar. Skoda er í eigu Volkswagen bílafjölskyldunnar stóru sem inniheldur fjölmörg fólksbíla-, vörubíla- og mótorhjólamerki. Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tékkneski bílaframleiðandinn Skoda átti mjög gott ár í fyrra og seldi í fyrsta skipti yfir 1 milljón bíla á einu ári, reyndar eina 1.0370.000 bíla. Hagnaður fyrirtækisins nam 98 milljörðum króna og jókst hagnaðurinn mjög á milli ára, eða um 46%. Stefna Skoda er að selja 1,5 milljónir bíla árið 2018 og stefnir strax í ár á umtalsverða aukningu. Upphaf ársins lofar góðu og fyrstu tveir mánuðirnir benda til þess að Skoda muni selja vel á árinu, þrátt fyrir að aðstæður séu víða erfiðar, svo sem í Rússlandi. Í fyrra var söluaukning Skoda 12,7% og náði fáir evrópskir bílaframleiðendur viðlíka aukningu. Ef Skoda tekst aftur í ár ná samsvarandi aukningu mun sala Skoda í ár nema 1.170.000 bílum. Sala Skoda bíla í Kína í fyrra nam 281.400 bílum og jókst salan um 24% þar. Skoda er í eigu Volkswagen bílafjölskyldunnar stóru sem inniheldur fjölmörg fólksbíla-, vörubíla- og mótorhjólamerki.
Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira