Jeppar og jepplingar leiða aukningu í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2015 13:01 Nissan Qashqai var söluhæstur í jeppa- og jepplingaflokki í fyrra í Evrópu. Í fyrra jókst bílasala í Evrópu um 5,3% en sala á jeppum og jepplingum um 21%. Það eru semsagt bílar allt frá Opel Mokka/Nissan Qashqai til BMW X5/Audi Q7 sem bílkaupendur eru svo sólgnir í þessa dagana. Jeppar og jepplingar voru 20% af allri sölu bíla í Evrópu í fyrra, en var 17% árið 2013. Alls seldust 2,5 milljónir jeppa og jepplinga í Evrópu í fyrra af alls 12,8 milljón bílum. Þetta hlutfall á vafalaust eftir að hækka enn meira í ár en spáð er áframhaldandi mikilli aukningu í sölu á jeppum og jepplingum. Það er aðeins í Kína sem ásókn er meiri í jeppa og jepplinga en í Evrópu. Í Kína eru 26% allra seldra bíla jeppar eða jepplingar. Í Evrópu var mest seldi bíllinn í þessum flokki Nissan Qashqai og seldust af honum rétt um 200.000 eintök. Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent
Í fyrra jókst bílasala í Evrópu um 5,3% en sala á jeppum og jepplingum um 21%. Það eru semsagt bílar allt frá Opel Mokka/Nissan Qashqai til BMW X5/Audi Q7 sem bílkaupendur eru svo sólgnir í þessa dagana. Jeppar og jepplingar voru 20% af allri sölu bíla í Evrópu í fyrra, en var 17% árið 2013. Alls seldust 2,5 milljónir jeppa og jepplinga í Evrópu í fyrra af alls 12,8 milljón bílum. Þetta hlutfall á vafalaust eftir að hækka enn meira í ár en spáð er áframhaldandi mikilli aukningu í sölu á jeppum og jepplingum. Það er aðeins í Kína sem ásókn er meiri í jeppa og jepplinga en í Evrópu. Í Kína eru 26% allra seldra bíla jeppar eða jepplingar. Í Evrópu var mest seldi bíllinn í þessum flokki Nissan Qashqai og seldust af honum rétt um 200.000 eintök.
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent