Limósína Gorbachev til sölu Finnur Thorlacius skrifar 18. mars 2015 09:29 ZIL forsetabíll Gorbachev og Yeltsin. Þessi bíll er aðeins einn af aðeins 13 svona bílum sem smíðaðir voru fyrir ráðamenn í Rússlandi á árunum 1989 til 2007. Meðal þeirra sem höfðu afnot af þessum bílum voru forsetarnir Michael Gorbachov og Boris Yeltsin, svo fullyrða má að sagan drjúpi af bílnum. Það er heldur ekkert lítilræði sem áhugasamir kaupendur þurfa að reiða fram til að eignast þennan grip, eða 225 milljónir króna. Þessir bílar voru framleiddir af ZIL bílaframleiðandanum í Rússlandi, sem lengi hefur séð ráðamönnum þarlendis fyrir farkostum. Fyrir utan hið sögulega gildi sem bílnum fylgir er þessi bíll ef til vill ekki svo eigulegur. Hann vegur 5,5 tonn og þrátt fyrir 315 hestafla 7,7 lítra V8 vél hans er hann ekki snarpur bíll, en þyngdin útskýrist af mikilli brynvörn bílsins. Bíllinn er aðeins ekinn 29.400 kílómetra. Hönnun bílsins hefur aldri þótt mikið augnakonfekt, vart sést í bogna línu og bíllinn allur stórkallalega kantaður. Innrétting hans þykir heldur ekki mjög fögur, en sætin eru úr leðri og viður víða notaður til prýði. Hvort bíllinn muni seljast á þessu háa uppsetta verði verður forvitnilegt að sjá en víst er að fyrir margan efnamanninn væri það létt grín að eiga bíl Gorbachevs. Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent
Þessi bíll er aðeins einn af aðeins 13 svona bílum sem smíðaðir voru fyrir ráðamenn í Rússlandi á árunum 1989 til 2007. Meðal þeirra sem höfðu afnot af þessum bílum voru forsetarnir Michael Gorbachov og Boris Yeltsin, svo fullyrða má að sagan drjúpi af bílnum. Það er heldur ekkert lítilræði sem áhugasamir kaupendur þurfa að reiða fram til að eignast þennan grip, eða 225 milljónir króna. Þessir bílar voru framleiddir af ZIL bílaframleiðandanum í Rússlandi, sem lengi hefur séð ráðamönnum þarlendis fyrir farkostum. Fyrir utan hið sögulega gildi sem bílnum fylgir er þessi bíll ef til vill ekki svo eigulegur. Hann vegur 5,5 tonn og þrátt fyrir 315 hestafla 7,7 lítra V8 vél hans er hann ekki snarpur bíll, en þyngdin útskýrist af mikilli brynvörn bílsins. Bíllinn er aðeins ekinn 29.400 kílómetra. Hönnun bílsins hefur aldri þótt mikið augnakonfekt, vart sést í bogna línu og bíllinn allur stórkallalega kantaður. Innrétting hans þykir heldur ekki mjög fögur, en sætin eru úr leðri og viður víða notaður til prýði. Hvort bíllinn muni seljast á þessu háa uppsetta verði verður forvitnilegt að sjá en víst er að fyrir margan efnamanninn væri það létt grín að eiga bíl Gorbachevs.
Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent