Púlsinn endurspeglar ástand líkamans Davið O. Arnar og hjartalæknir skrifa 18. mars 2015 14:00 visir/getty Það hefur stundum verið sagt að púlshraði sé nokkurs konar spegill líkamsástands. Hraður hvíldarpúls getur þannig verið til marks um slæmt líkamlegt ástand eða jafnvel sjúkdóma. Hægur púls í hvíld sést gjarnan hjá þeim sem eru í góðri þjálfun en hjá þeim sem eldri eru getur hægur púls þó jafnframt verið vísbending um hrörnun í leiðslukerfi hjartans.Breytilegur hvíldarpúls Hjartsláttarhraði eða púls einstaklinga getur verið nokkuð breytilegur eftir því hvort þeir eru í hvíld eða við hreyfingu. Að jafnaði liggur hvíldarpúls á bilinu 55-90 slög á mínútu en eykst í hlutfalli við virkni eða álag. Þó eru dæmi um algerlega eðlileg frávik í báðar áttir og hjá vel þjálfuðum íþróttamönnun getur hvíldarpúls verið á milli 40 og 50 slög á mínútu eða lægri. Púlshraði lýtur stjórn ósjálfráða taugakerfisins sem hefur tvo þætti, hvetjandi (semju (sympatíski) hlutinn) og letjandi (utansemju (parasympatíski) hlutinn). Hreyfing eða andlegt álag auka púlshraða en hvíld og slökun leiða til lækkunar á púlsi.Púls eykst í réttu hlutfalli við líkamlegt erfiði Við líkamlega áreynslu eykst púls í réttu hlutfalli við erfiði. Aukningin á púlshraða er yfirleitt nokkuð jöfn og stígandi en skyndilegt stökk í hjartsláttarhraða getur hins vegar verið vísbending um takttruflun í hjartanu. Hámarkspúls við áreynslu er breytilegur eftir aldri en oft er miðað við að hann sé um það bil 220 að frádregnum aldri. Þannig er áætlaður hámarkspúls 40 ára einstaklings 220-40=180. Hvað á púlsinn að vera við áreynslu? Margir nota púlsmæli við líkamsrækt til að fylgjast með hjartsláttarhraðanum og til að ná hæfilegu álagi. Þegar stefnt er að þjálfun til að auka þol er æfingaálagi stillt þannig að púlshraði nái um það bil 70-90% af áætluðum hámarkshjartsláttarhraða en þegar markmiðið er aukin brennsla er gjarnan miðað við að halda hjartsláttarhraða í kringum 50-69% af áætluðum hámarkspúls. Líkamsþjálfun leiðir til aukinnar virkni letjandi hluta ósjálfráða taugakerfisins sem veldur svo aftur lækkun á hvíldarpúls þegar fram í sækir.Hjartsláttaróþægindi Flestir verða fremur lítið varir við hjartsláttinn sinn undir venjulegum kringumstæðum. Hjartsláttaróþægindi eru hins vegar nokkuð algeng einkenni og geta verið vísbending um takttruflanir í hjartanu þó það þurfi ekki endilega að vera svo. Hjartsláttaróþægindi sem lýsa sér eins og hjartað sleppi úr slagi og svo fylgir þungt högg eru gjarnan vegna aukaslaga í hjarta. Oftast er þetta algerlega góðkynja fyrirbæri þó á því kunni að vera vissar undantekningar. Ef hjartsláttur tekur hins vegar skyndilega á rás og er mjög hraður í nokkrar mínútur í senn getur það verið vegna óeðlilegs hraðtakts. Ef hjartsláttaróþægindi koma endurtekið eða þeim fylgja svimi, yfirlið eða mæði þarf að láta athuga þau frekar. Hjartsláttaróþægindi sem koma fram við áreynslu ætti sömuleiðis alltaf að láta skoða betur þar sem slíkt getur í vissum tilvikum verið vísbending um alvarlegan hjartasjúkdóm.Fleiri fræðandi greinar um heilsu má finna á Heilsumál.is Heilsa Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Það hefur stundum verið sagt að púlshraði sé nokkurs konar spegill líkamsástands. Hraður hvíldarpúls getur þannig verið til marks um slæmt líkamlegt ástand eða jafnvel sjúkdóma. Hægur púls í hvíld sést gjarnan hjá þeim sem eru í góðri þjálfun en hjá þeim sem eldri eru getur hægur púls þó jafnframt verið vísbending um hrörnun í leiðslukerfi hjartans.Breytilegur hvíldarpúls Hjartsláttarhraði eða púls einstaklinga getur verið nokkuð breytilegur eftir því hvort þeir eru í hvíld eða við hreyfingu. Að jafnaði liggur hvíldarpúls á bilinu 55-90 slög á mínútu en eykst í hlutfalli við virkni eða álag. Þó eru dæmi um algerlega eðlileg frávik í báðar áttir og hjá vel þjálfuðum íþróttamönnun getur hvíldarpúls verið á milli 40 og 50 slög á mínútu eða lægri. Púlshraði lýtur stjórn ósjálfráða taugakerfisins sem hefur tvo þætti, hvetjandi (semju (sympatíski) hlutinn) og letjandi (utansemju (parasympatíski) hlutinn). Hreyfing eða andlegt álag auka púlshraða en hvíld og slökun leiða til lækkunar á púlsi.Púls eykst í réttu hlutfalli við líkamlegt erfiði Við líkamlega áreynslu eykst púls í réttu hlutfalli við erfiði. Aukningin á púlshraða er yfirleitt nokkuð jöfn og stígandi en skyndilegt stökk í hjartsláttarhraða getur hins vegar verið vísbending um takttruflun í hjartanu. Hámarkspúls við áreynslu er breytilegur eftir aldri en oft er miðað við að hann sé um það bil 220 að frádregnum aldri. Þannig er áætlaður hámarkspúls 40 ára einstaklings 220-40=180. Hvað á púlsinn að vera við áreynslu? Margir nota púlsmæli við líkamsrækt til að fylgjast með hjartsláttarhraðanum og til að ná hæfilegu álagi. Þegar stefnt er að þjálfun til að auka þol er æfingaálagi stillt þannig að púlshraði nái um það bil 70-90% af áætluðum hámarkshjartsláttarhraða en þegar markmiðið er aukin brennsla er gjarnan miðað við að halda hjartsláttarhraða í kringum 50-69% af áætluðum hámarkspúls. Líkamsþjálfun leiðir til aukinnar virkni letjandi hluta ósjálfráða taugakerfisins sem veldur svo aftur lækkun á hvíldarpúls þegar fram í sækir.Hjartsláttaróþægindi Flestir verða fremur lítið varir við hjartsláttinn sinn undir venjulegum kringumstæðum. Hjartsláttaróþægindi eru hins vegar nokkuð algeng einkenni og geta verið vísbending um takttruflanir í hjartanu þó það þurfi ekki endilega að vera svo. Hjartsláttaróþægindi sem lýsa sér eins og hjartað sleppi úr slagi og svo fylgir þungt högg eru gjarnan vegna aukaslaga í hjarta. Oftast er þetta algerlega góðkynja fyrirbæri þó á því kunni að vera vissar undantekningar. Ef hjartsláttur tekur hins vegar skyndilega á rás og er mjög hraður í nokkrar mínútur í senn getur það verið vegna óeðlilegs hraðtakts. Ef hjartsláttaróþægindi koma endurtekið eða þeim fylgja svimi, yfirlið eða mæði þarf að láta athuga þau frekar. Hjartsláttaróþægindi sem koma fram við áreynslu ætti sömuleiðis alltaf að láta skoða betur þar sem slíkt getur í vissum tilvikum verið vísbending um alvarlegan hjartasjúkdóm.Fleiri fræðandi greinar um heilsu má finna á Heilsumál.is
Heilsa Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira