Lausar stangir í Hofsá í Vopnafirði Karl Lúðvíksson skrifar 18. mars 2015 11:46 Margann veiðimanninn dreymir um að veiða í hinni rómuðu laxveiðiá Hofsá í Vopnafirði en það hefur verið erfitt að komast í hana sökum mikillar eftirspurnar. Ekki er með öllu útséð að eftirspurnin í ánna sé eitthvað minni en gengur og gerist í venjulegu ári en nokkrar lausar stangir hafa verið auglýstar í henni. Þetta eru stangir sem eru lausar alveg frá júlíbyrjun og fram í september. Líkleg skýring gæti verið eins og svo víða að stundum detta veiðimenn út úr hollum og það á sér allt eðlilegar skýringar og gerist í öllum ánum. Það sem aftur á móti gerir þessar stangir spennandi er að það sjást sjaldan lausar stangir í Hofsá svo það má reikna með að það verði svolítið að gera hjá leigutakanum Orra Vigfússyni í dag þegar auglýsingin um lausar stangir í Hofsá fer í birtingu. Veiðileyfasalar eru heilt yfir ansi ánægðir með stöðu mála eftir lélega veiði í fyrra. Margar árnar eru þegar uppseldar en svo koma inná milli ár þar sem meira er laust en það eru þá helst jaðartímarnir sem fara síðast. Heilt yfir virðast veiðimenn þó vera farnir að fækka túrum en vanda þá valið bara betur fyrir þá veiðitúra sem þeir ætla í og þá verður oft aðaltíminn fyrir valinu sem útskýrir að hluta meira framboð en eftirspurn á jaðartímunum. Stangveiði Mest lesið Lítið að gerast í Stóru Laxá Veiði Líflegur markaður með villibráð Veiði Þegar stóru hængarnir fara á stjá Veiði Henrik Mortensen snýr aftur með kastnámskeið Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Brúará er komin í gang Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Af góðum árum, vondum árum og meðaltölum í laxveiði Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði
Margann veiðimanninn dreymir um að veiða í hinni rómuðu laxveiðiá Hofsá í Vopnafirði en það hefur verið erfitt að komast í hana sökum mikillar eftirspurnar. Ekki er með öllu útséð að eftirspurnin í ánna sé eitthvað minni en gengur og gerist í venjulegu ári en nokkrar lausar stangir hafa verið auglýstar í henni. Þetta eru stangir sem eru lausar alveg frá júlíbyrjun og fram í september. Líkleg skýring gæti verið eins og svo víða að stundum detta veiðimenn út úr hollum og það á sér allt eðlilegar skýringar og gerist í öllum ánum. Það sem aftur á móti gerir þessar stangir spennandi er að það sjást sjaldan lausar stangir í Hofsá svo það má reikna með að það verði svolítið að gera hjá leigutakanum Orra Vigfússyni í dag þegar auglýsingin um lausar stangir í Hofsá fer í birtingu. Veiðileyfasalar eru heilt yfir ansi ánægðir með stöðu mála eftir lélega veiði í fyrra. Margar árnar eru þegar uppseldar en svo koma inná milli ár þar sem meira er laust en það eru þá helst jaðartímarnir sem fara síðast. Heilt yfir virðast veiðimenn þó vera farnir að fækka túrum en vanda þá valið bara betur fyrir þá veiðitúra sem þeir ætla í og þá verður oft aðaltíminn fyrir valinu sem útskýrir að hluta meira framboð en eftirspurn á jaðartímunum.
Stangveiði Mest lesið Lítið að gerast í Stóru Laxá Veiði Líflegur markaður með villibráð Veiði Þegar stóru hængarnir fara á stjá Veiði Henrik Mortensen snýr aftur með kastnámskeið Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Brúará er komin í gang Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Af góðum árum, vondum árum og meðaltölum í laxveiði Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði