ÍBV vann FH í gær með einu marki, 23-22, í æsispennandi leik þar sem úrslitin réðust á lokasekúndunum. Fjölmenn stuðningsmannasveit Eyjamanna skellti sér í land og tóku slaginn með sínum mönnum og var stemningin mögnuð í Laugardalshöll.
Herjólfur sigldi svo fólkinu aftur heim í gærkvöldi sem og leikmönnum og þjálfurum bikarmeistaraliðsins. Fögnuðurinn var ósvikinn þegar Herjólfur kom til Eyja upp úr ellefu í gær, en Trausti Hjaltason birti tvö frábær myndskeið á fésbókarsíðu sinni.
Lagið Kveikjum eldana hljómaði eins og oft áður, en einnig var boðið upp á dýrindis flugeldasýningu og fleira.
Myndskeið frá komunni til Eyja má sjá hér að neðan.