Næsta gerð Audi R8 e-Tron með 450 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2015 09:53 Nýr Audi R8 e-Tron. Fyrir skömmu var hér greint frá hugsanlegri smíði Porsche rafmagnsbíls sem hefði sömu drægni og Tesla Model S hefur nú, eða yfir 400 kílómetrum. En það er ekki einungis Porsche sem er að smíða sportbíl með svipaða drægni því næsta gerð Audi R8 e-Tron mun hafa 450 km drægni og styttra gæti orðið í útkoma þess bíls en bílsins frá Porsche. Þessi nýi Audi R8 e-Tron verður 456 hestöfl og kemst í hundrað kílómetra hraða á innan við 4 sekúndum. Hann hefur fengið öflugri rafhlöður en fyrri gerð R8 e-Tron og þeir hjá Audi segja að drægni hans verði um 25 kílómetrum meiri en Tesla Model S. Margir vilja meina að þessi nýi Audi R8 e-Tron muni ekki verða mikil ógn fyrir Tesla bíla þar sem hann er talsvert dýrari. Audi R8 með V10 vél kostar um 185.000 dollara, eða 25,5 milljónir króna og Audi R8 e-Tron verður enn dýrari og fyrir vikið miklu dýrari en Tesla Model S. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent
Fyrir skömmu var hér greint frá hugsanlegri smíði Porsche rafmagnsbíls sem hefði sömu drægni og Tesla Model S hefur nú, eða yfir 400 kílómetrum. En það er ekki einungis Porsche sem er að smíða sportbíl með svipaða drægni því næsta gerð Audi R8 e-Tron mun hafa 450 km drægni og styttra gæti orðið í útkoma þess bíls en bílsins frá Porsche. Þessi nýi Audi R8 e-Tron verður 456 hestöfl og kemst í hundrað kílómetra hraða á innan við 4 sekúndum. Hann hefur fengið öflugri rafhlöður en fyrri gerð R8 e-Tron og þeir hjá Audi segja að drægni hans verði um 25 kílómetrum meiri en Tesla Model S. Margir vilja meina að þessi nýi Audi R8 e-Tron muni ekki verða mikil ógn fyrir Tesla bíla þar sem hann er talsvert dýrari. Audi R8 með V10 vél kostar um 185.000 dollara, eða 25,5 milljónir króna og Audi R8 e-Tron verður enn dýrari og fyrir vikið miklu dýrari en Tesla Model S.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent