Nýr Audi R8 er 610 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2015 09:03 Audi R8 árgerð 2016 er nú enn meiri orkubolti en áður. Audi er nú að fara að kynna nýja kynslóð sportbílsins Audi R8 og kemur hann fyrst fyrir sjónir gesta á bílasýningunni í Genf sem er um það bil að hefjast. Engu að síður hefur lekið út að vélin í bílnum er 5,2 lítra V10 bensínvél sem annarsvegar skilar 540 hestöflum og hinsvegar 610 hestöflum. Með þeim báðum skilar bíllinn sér í hundrað kílómetra hraða á innan við 3,5 sekúndum. Báðir eru þeir einnig með meiri hámarkshraða en 320 km/klst. Núverandi Audi R8 má fá með V8 vél sem skilar 430 hestöflum og V10 vél sem skilar 525 eða 550 hestöflum. Sá nýi er sagður 40% stífari, 30 millimetrum lægri og að hann vegur aðeins 1.500 kíló. Ennfremur er komin í bílinn stilling fyrir grimmari akstur og nýtt rafrænt kerfi fyrir stýringu bílsins. Bíllinn verður aðeins fáanlegur með 7 gíra sjálfskiptingu og ekki verður lengur hægt að fá hann beinskiptan. Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent
Audi er nú að fara að kynna nýja kynslóð sportbílsins Audi R8 og kemur hann fyrst fyrir sjónir gesta á bílasýningunni í Genf sem er um það bil að hefjast. Engu að síður hefur lekið út að vélin í bílnum er 5,2 lítra V10 bensínvél sem annarsvegar skilar 540 hestöflum og hinsvegar 610 hestöflum. Með þeim báðum skilar bíllinn sér í hundrað kílómetra hraða á innan við 3,5 sekúndum. Báðir eru þeir einnig með meiri hámarkshraða en 320 km/klst. Núverandi Audi R8 má fá með V8 vél sem skilar 430 hestöflum og V10 vél sem skilar 525 eða 550 hestöflum. Sá nýi er sagður 40% stífari, 30 millimetrum lægri og að hann vegur aðeins 1.500 kíló. Ennfremur er komin í bílinn stilling fyrir grimmari akstur og nýtt rafrænt kerfi fyrir stýringu bílsins. Bíllinn verður aðeins fáanlegur með 7 gíra sjálfskiptingu og ekki verður lengur hægt að fá hann beinskiptan.
Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent