Drykkjarframleiðendurnir Coca-Cola, Pepsi og Carlsberg hafa tilkynnt lokanir á verksmiðjum fyrirtækjanna í Rússlandi. Fyrirtækin segja efnahagsaðstæður í Rússlandi vera ástæðu lokananna.
Fram kemur í tilkynningu frá Pepsi að fyrirtækið muni loka verksmiðju sinni nærri Moskvu í júní. Tæki verksmiðjunnar verða þó fluttar í aðra sem Pepsi rekur á svipuðum slóðum. Pepsi kynnti nýverið ársfjórðungsuppgjör sitt, en þeir sögðu tekjur hafa lækkað vegna efnahagsvandræðanna í Rússlandi.
Rússland er næst stærsti markaður Pepsi á eftir Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á vef Nasdaq.
Dótturfyrirtæki Coca-Cola Co., sem heitir Coca-Cola Hellenik, tilkynnti einnig nýverið að fyrirtækið muni loka verksmiðju sinni nærri Moskvu. Sögðu þeir ástæðuna vera efnahagsástandið í Rússlandi og veik staða Rúblunnar.
Pepsi hefur sagt um 400 starfsmönnum upp af 23 þúsund starfsmönnum fyrirtækisins í Rússlandi. Coca-Cola hefur sagt um hundrað starfsmönnum af um 13 þúsund.
Þar að auki hefur danska fyrirtækið Carlsberg tilkynnt lokun tveggja verksmiðja í Rússlandi.
Drykkjaframleiðendur loka verksmiðjum í Rússlandi
Samúel Karl Ólason skrifar

Mest lesið


Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent


Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent

Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur

Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf

„Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“
Viðskipti innlent

Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila
Viðskipti innlent

Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí
Viðskipti erlent