Audi með þráðlaust net í öllum 2016 bílum Finnur Thorlacius skrifar 5. mars 2015 14:24 Audi RS3. Audi hefur, í samstarfi við AT&T símafyrirtækið bandaríska, útbúið alla bíla sína af árgerð 2016 þráðlausu neti, annað hvort með 4G eða 3G háhraða WiFi tengingu. Enn eru seldir Audi bílar af árgerð 2015 í Bandaríkjunum, en samt eru um 70% allra nýrra seldra Audi bíla í Bandaríkjunum í dag með þráðlausa nettengingu. Með þessum búnaði fá ökumenn aðgang að uppfærðum leiðsögukerfum, vegaupplýsingum, aðgang af 7.000 útvarpsstöðvum og netaðgang með háhraða niðurhalskosti. Þessar tengingar eru nú í bílunum Audi A3, S3, A4, S4, Allroad, A5, S5, Q5, A6, S6, A7, RS7, TT, TTS, A8 og S8. Það er aðeins í Audi R8 sem nú er seldur af árgerð 2015 sem ekki er slíkur búnaður, en hann kemur í bílinn af árgerð 2016. Í bílunum A6/S6, A7/S7 og TT/TTS er 4G LTE tenging sem færir ökumönnum aðgang að Google Earth og Google Street View og ennþá hraðara niðurhal og „video streaming“. Til að nota þennan búnað þurfa eigendur þessara Audi bíla að borga áskrift og býðst 1 GB niðurhal í 1 mánuð á 20 dollara, 6 mánaða áskrift með 5 GB á 99 dollara og 30 mánaða áskrift með 30 GB á 499 dollara. Audi er einn fyrsti bílaframleiðandi heims sem býður þessa háhraða tengingu í bílum sínum. General Motors býður einnig uppá 4G LTE WiFi tengingu gegnum OnStar kerfi sitt í flestum bílum af árgerð 2015. Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent
Audi hefur, í samstarfi við AT&T símafyrirtækið bandaríska, útbúið alla bíla sína af árgerð 2016 þráðlausu neti, annað hvort með 4G eða 3G háhraða WiFi tengingu. Enn eru seldir Audi bílar af árgerð 2015 í Bandaríkjunum, en samt eru um 70% allra nýrra seldra Audi bíla í Bandaríkjunum í dag með þráðlausa nettengingu. Með þessum búnaði fá ökumenn aðgang að uppfærðum leiðsögukerfum, vegaupplýsingum, aðgang af 7.000 útvarpsstöðvum og netaðgang með háhraða niðurhalskosti. Þessar tengingar eru nú í bílunum Audi A3, S3, A4, S4, Allroad, A5, S5, Q5, A6, S6, A7, RS7, TT, TTS, A8 og S8. Það er aðeins í Audi R8 sem nú er seldur af árgerð 2015 sem ekki er slíkur búnaður, en hann kemur í bílinn af árgerð 2016. Í bílunum A6/S6, A7/S7 og TT/TTS er 4G LTE tenging sem færir ökumönnum aðgang að Google Earth og Google Street View og ennþá hraðara niðurhal og „video streaming“. Til að nota þennan búnað þurfa eigendur þessara Audi bíla að borga áskrift og býðst 1 GB niðurhal í 1 mánuð á 20 dollara, 6 mánaða áskrift með 5 GB á 99 dollara og 30 mánaða áskrift með 30 GB á 499 dollara. Audi er einn fyrsti bílaframleiðandi heims sem býður þessa háhraða tengingu í bílum sínum. General Motors býður einnig uppá 4G LTE WiFi tengingu gegnum OnStar kerfi sitt í flestum bílum af árgerð 2015.
Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent