FCK varð í kvöld þriðja Íslendingaliðið í danska fótboltanum til að komast í undanúrslit bikarkeppninnar þar í landi.
FCK vann annað Íslendingalið, Randers, í átta liða úrslitum í kvöld en leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni. Ekkert var skorað í venjulegum leiktíma né framlengingu.
Rúrik Gíslason sat á varamannabekk FCK allan tímann, en heimamenn voru komnir í vond mál þegar þeir brenndu af fimmtu og síðustu spyrnunni.
Randers gat ekki nýtt það og brenndi af síðustu spyrnu sinni og aftur í bráðabananum. FCK nýtti sína spyrnu í bráðabananum og færist nær úrslitaleiknum.
Theodór Elmar Bjarnason spilaði allan leikinn fyrir Randers sem er úr leik, en í undanúrslit í gær komust Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í Vestsjælland og Baldur Sigurðsson og samherjar hans í SönderjyskE.
Esbjerg eða meistarar Álaborgar verður síðasta liðið í undanúrslitin.
Rúrik og félagar í undanúrslit eftir sigur á Elmari í vítaspyrnukeppni
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti



Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn

Komnir með þrettán stiga forskot
Enski boltinn

Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni
Fótbolti



Lögreglumaður var fótboltabulla í felum
Enski boltinn