FCK varð í kvöld þriðja Íslendingaliðið í danska fótboltanum til að komast í undanúrslit bikarkeppninnar þar í landi.
FCK vann annað Íslendingalið, Randers, í átta liða úrslitum í kvöld en leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni. Ekkert var skorað í venjulegum leiktíma né framlengingu.
Rúrik Gíslason sat á varamannabekk FCK allan tímann, en heimamenn voru komnir í vond mál þegar þeir brenndu af fimmtu og síðustu spyrnunni.
Randers gat ekki nýtt það og brenndi af síðustu spyrnu sinni og aftur í bráðabananum. FCK nýtti sína spyrnu í bráðabananum og færist nær úrslitaleiknum.
Theodór Elmar Bjarnason spilaði allan leikinn fyrir Randers sem er úr leik, en í undanúrslit í gær komust Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í Vestsjælland og Baldur Sigurðsson og samherjar hans í SönderjyskE.
Esbjerg eða meistarar Álaborgar verður síðasta liðið í undanúrslitin.
Rúrik og félagar í undanúrslit eftir sigur á Elmari í vítaspyrnukeppni
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma
Enski boltinn


Komnir með þrettán stiga forskot
Enski boltinn


Elísabet byrjar á tveimur töpum
Fótbolti



Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn

