Tók 23 punda sjóbirting í Rio Grande Karl Lúðvíksson skrifar 7. mars 2015 10:58 Kristján með birtinginn stóra Við höfum áður sagt frá veiðimanninum Kristjáni Ævari Gunnarssyni en hann lifir í sannkölluðum draum veiðimanna. Kristján hefur verið að vinna við leiðsögn í vetur í ánni Rio Grande í Argentínu og sett í allnokkra væna fiska þar. Miðað við þær myndir sem hann birtir reglulega á Facebook er hann líka með eindæmum ratvís á stóra sjóbirtinga þegar hann fer um veiðisvæðin með sínum viðskiptavinum. "Ég er búinn að vera að flakka á milli Kau Tapen og Villa Maria sem eru 2 bestu svæðin í Rio Grande" Segir Kristján í spjalli við Veiðivísi. "Ég fékk tækifæri til að fara út um daginn að veiða og tók þessa 23 punda kellingu þá sem var 90 cm á lengd og 62 cm í ummál!" Og Kristján bætir við:" Þetta var svaka fiskur sem tók svarta Leach í myrkrinu, á Loop Göran Anderson 12" #6 en því að ég er í team Loop þá nota ég bara stangirnar frá þeim þegar ég veiði." Við eigum vonandi eftirt að heyra meira frá honum áður en tímabilið er úti en það er nú á síðustu vikunum enda fer að hausta á suðurhveli jarðar á sama tíma og vorið kemur til okkar. Stangveiði Mest lesið Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Nýr veiðiklúbbur hjá Fish Partner Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði
Við höfum áður sagt frá veiðimanninum Kristjáni Ævari Gunnarssyni en hann lifir í sannkölluðum draum veiðimanna. Kristján hefur verið að vinna við leiðsögn í vetur í ánni Rio Grande í Argentínu og sett í allnokkra væna fiska þar. Miðað við þær myndir sem hann birtir reglulega á Facebook er hann líka með eindæmum ratvís á stóra sjóbirtinga þegar hann fer um veiðisvæðin með sínum viðskiptavinum. "Ég er búinn að vera að flakka á milli Kau Tapen og Villa Maria sem eru 2 bestu svæðin í Rio Grande" Segir Kristján í spjalli við Veiðivísi. "Ég fékk tækifæri til að fara út um daginn að veiða og tók þessa 23 punda kellingu þá sem var 90 cm á lengd og 62 cm í ummál!" Og Kristján bætir við:" Þetta var svaka fiskur sem tók svarta Leach í myrkrinu, á Loop Göran Anderson 12" #6 en því að ég er í team Loop þá nota ég bara stangirnar frá þeim þegar ég veiði." Við eigum vonandi eftirt að heyra meira frá honum áður en tímabilið er úti en það er nú á síðustu vikunum enda fer að hausta á suðurhveli jarðar á sama tíma og vorið kemur til okkar.
Stangveiði Mest lesið Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Nýr veiðiklúbbur hjá Fish Partner Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði