FCK sigur í Kaupmannahafnarslagnum Anton Ingi Leifsson skrifar 8. mars 2015 16:07 Rúrik í leik með FCK. Vísir/Getty FCK vann Bröndby í mesta grannaslagnum í danska fótboltanum. Tveir Íslendingar komu við sögu í leiknum sem er einn sá sögufrægasti á Norðurlöndunum. FCK byrjaði leikinn afar vel og Ludwig Augustinsson þrumaði boltanum í stöngina úr aukaspyrnu þegar rúm ein mínúta var liðin af leiknum. Stemningin var mögnuð á vellinum. Heimamenn voru ívið betri aðilinn í fyrri hálfleik og áttu betri færi. Hægt og rólega komust gestirnir inn í leikinn og Stephen Andersen varði meðal annars vel. Rúrik Gíslason gerði tilkall til þess að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar hann var togaður niður, en Jakob Kehlet, dómara leiksins, lét sér fátt um finnast. Daniel Agger, fyrrum leikmaður Liverpool, þurfti að fara af velli eftir hálftíma leik. Agger virtist vera veikur og fór sárþjáður af velli. Staðan virtist ætla vera jöfn í hálfleik, en Daniel Amartey var ekki á sama máli. Hann skoraði með þrumufleyg tveimur mínútum fyrir hálfleik og staðan 1-0 í hálfleik. Jose Ariel Nunez jafnaði metinn fyrir Bröndby á 47. mínútu. Flott sókn hjá Bröndby endaði með fyrirgjöf þar sem boltinn endaði hjá Jose Ariel Nunez sem jafnaði metin. Heimamenn voru þó ekki lengi að ná forystunni aftur. Fimm mínútum síðar fengu þeir hornspyrnu sem Ludwig Augustinsson tók. Nicolai Jörgensen stangaði boltann í netið og staðan 2-1 fyrir FCK. Rúrik Gíslasyni var skipt af velli eftir 69. mínútna leik, en Rúrik var duglegur á kantinum og skilaði fínu dagsverki. Sex mínútum síðar var Hólmberti Friðjónssyni skipt inn í fremstu víglínu Bröndby. Bröndby-menn gerðu allt hvað þeir gátu til að jafna metin, en fyrirliðinn Thomas Delaney gerði út um leikinn í uppbótartíma. Lokatölur 3-1 sigur FCK sem er í öðru sætinu, sjö stigum á eftir Midtjylland. Bröndby í fimmta sæti. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
FCK vann Bröndby í mesta grannaslagnum í danska fótboltanum. Tveir Íslendingar komu við sögu í leiknum sem er einn sá sögufrægasti á Norðurlöndunum. FCK byrjaði leikinn afar vel og Ludwig Augustinsson þrumaði boltanum í stöngina úr aukaspyrnu þegar rúm ein mínúta var liðin af leiknum. Stemningin var mögnuð á vellinum. Heimamenn voru ívið betri aðilinn í fyrri hálfleik og áttu betri færi. Hægt og rólega komust gestirnir inn í leikinn og Stephen Andersen varði meðal annars vel. Rúrik Gíslason gerði tilkall til þess að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar hann var togaður niður, en Jakob Kehlet, dómara leiksins, lét sér fátt um finnast. Daniel Agger, fyrrum leikmaður Liverpool, þurfti að fara af velli eftir hálftíma leik. Agger virtist vera veikur og fór sárþjáður af velli. Staðan virtist ætla vera jöfn í hálfleik, en Daniel Amartey var ekki á sama máli. Hann skoraði með þrumufleyg tveimur mínútum fyrir hálfleik og staðan 1-0 í hálfleik. Jose Ariel Nunez jafnaði metinn fyrir Bröndby á 47. mínútu. Flott sókn hjá Bröndby endaði með fyrirgjöf þar sem boltinn endaði hjá Jose Ariel Nunez sem jafnaði metin. Heimamenn voru þó ekki lengi að ná forystunni aftur. Fimm mínútum síðar fengu þeir hornspyrnu sem Ludwig Augustinsson tók. Nicolai Jörgensen stangaði boltann í netið og staðan 2-1 fyrir FCK. Rúrik Gíslasyni var skipt af velli eftir 69. mínútna leik, en Rúrik var duglegur á kantinum og skilaði fínu dagsverki. Sex mínútum síðar var Hólmberti Friðjónssyni skipt inn í fremstu víglínu Bröndby. Bröndby-menn gerðu allt hvað þeir gátu til að jafna metin, en fyrirliðinn Thomas Delaney gerði út um leikinn í uppbótartíma. Lokatölur 3-1 sigur FCK sem er í öðru sætinu, sjö stigum á eftir Midtjylland. Bröndby í fimmta sæti.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti