Deildará á Melrakkasléttu í útboðsferli Karl Lúðvíksson skrifar 9. mars 2015 09:56 Fáar ár hafa verið mörgum veiðimönnum jafn leyndar eins og Deildará og Ormarsá á Sléttu enda hafa þeir verið leigðar einkaaðilum og næstum ómögulegt að komast í þær. Deildará er nú komin í útboð en hún og Ormarsá voru á tímabili leigðar út til Ralph Doppler sem veiddi þar mest sjálfur ásamt sínum vinum og viðskiptafélögum. Meðalveiðin í Deildará hefur verið um 175 laxar á ári en Meðalveiðin í Ormarsá var yfirleitt um 200 laxar en síðustu ár hefur hún verið mun hærri eða 319 árið 2010, 562 árið 2011, 372 árið 2012, 437 árið 2013 og 502 í fyrra. Deildará er í útboði fyrir 2016-2019 eða 2021., þ.e.a.s. boðið er að bjóða í 3-5 ára samning. Gott veiðihús fylgir fyrir stangirnar þrjár sem mega veiða í ánni og er aðkoma öll að ánni ágæt. Spennandi verður að sjá hvort og hvaða íslensku aðilar koma til með að bjóða í ánna og eins hvaða tölur verða á borðinu en fastlega má gera ráð fyrir því að 6-8 milljónir verði líkleg tala. Stangveiði Mest lesið Frítt flugunámskeið fyrir 10. bekkinga Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Tveir hafa lýst áhuga á Norðurá Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði 37 sjóbirtingar í Húseyjarkvísl Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Svalbarðsá komin í 75 laxa á tvær stangir Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Flottur endir á góðu tímabili í Stóru Laxá Veiði Bleikjan mætt á Þingvöllum Veiði
Fáar ár hafa verið mörgum veiðimönnum jafn leyndar eins og Deildará og Ormarsá á Sléttu enda hafa þeir verið leigðar einkaaðilum og næstum ómögulegt að komast í þær. Deildará er nú komin í útboð en hún og Ormarsá voru á tímabili leigðar út til Ralph Doppler sem veiddi þar mest sjálfur ásamt sínum vinum og viðskiptafélögum. Meðalveiðin í Deildará hefur verið um 175 laxar á ári en Meðalveiðin í Ormarsá var yfirleitt um 200 laxar en síðustu ár hefur hún verið mun hærri eða 319 árið 2010, 562 árið 2011, 372 árið 2012, 437 árið 2013 og 502 í fyrra. Deildará er í útboði fyrir 2016-2019 eða 2021., þ.e.a.s. boðið er að bjóða í 3-5 ára samning. Gott veiðihús fylgir fyrir stangirnar þrjár sem mega veiða í ánni og er aðkoma öll að ánni ágæt. Spennandi verður að sjá hvort og hvaða íslensku aðilar koma til með að bjóða í ánna og eins hvaða tölur verða á borðinu en fastlega má gera ráð fyrir því að 6-8 milljónir verði líkleg tala.
Stangveiði Mest lesið Frítt flugunámskeið fyrir 10. bekkinga Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Tveir hafa lýst áhuga á Norðurá Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði 37 sjóbirtingar í Húseyjarkvísl Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Svalbarðsá komin í 75 laxa á tvær stangir Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Flottur endir á góðu tímabili í Stóru Laxá Veiði Bleikjan mætt á Þingvöllum Veiði