Fimm athygliverðustu í Genf Finnur Thorlacius skrifar 9. mars 2015 14:24 Bentley EXP 10 Speed 6 þykir augnakonfekt. Margir athygliverðir bílar eru nú til sýnis á bílasýningunni í Genf í Sviss. Þar eru mörg hundruð bílar til sýnis og langflestir af bílaframleiðendum heims mæta þar með sýna nýjustu bíla. Þar má finna allt frá þeim ódýrustu til þeirra allra dýrustu, tilraunabíla sem ef til vill verða aldrei framleiddir, öflugustu bíla heims, bíla með tækninýjungum sem aldrei hafa sést áður og klassíska magnsölubíla sem lítið breytast með tímanum. Þeir hjá bílavefnum Autoblog hafa farið gaumgæfilega gegnum sýninguna í ár og völdu í kjölfar þess þá 5 bíla sem þeir töldu þá athygliverðustu að þessu sinni. Þessir 5 hlutu mesta náð fyrir bílablaðamönnum Autoblog:Bentley EXP 10 Speed 6. Svo virðist sem þessi bíll frá Bentley hafi orðið efstur á blaði vegna fegurðar sinnar og hve óvenjulegur bíllinn er frá þessum íhaldssama breska bílaframleiðanda. Flestum ber saman um að fallegri bíll hafi ekki komið lengi frá Bentley.Audi R8 e-Tron.2. Audi R8 e-Tron. Þessi gullfallegi bíll er ekki nýr af nálinni, heldur lítillega endurhönnuð gerð fyrri R8 bíls, furðu lítið breyttur en bara ennþá fallegri. Þessi gerð hans er þó merkileg fyrir þá hluta sakir að hér er kominn keppinautur við Tesla Model S og hann á að hafa svipað drægi á rafhleðslu sinni, eða um 500 km.Honda Civic Type R.3. Honda Civic Type R. Svo lengi hafa bílablaðamenn beðið eftir þessari kraftaútgáfu af Honda Civic að það eitt kemur þessum bíl á þennan lista. Þó er rétt að hafa í huga að þessi bíll er nýbúinn að setja nýtt hraðamet á Nürburgring brautinni í flokki framhjóladrifinni smárra kraftabíla. Hann er aðeins hálfri mínútu seinni að fara brautina en Porsche 911 GT3 RS, eða á um 7 mínútum og 50 sekúndum. Koenigsegg Regera.4. Koenigsegg Regera. Hér er líklega kominn öflugast og sneggsti bíll í heimi með sín 1.500 hestöfl. Hann er tvíorkubíll, með brunavél og öfluga rafmótora og eitt það merkilegasta við bílinn er að hann er ekki með neina skiptingu þar sem hönnunur hans Christian von Koenigsegg sá enga þörf fyrir slíkt. Aston Martin Vulkan.5. Aston Martin Vulkan. Þessi 800 hestafla kraftaköggull með V12 vél er grimmari útlits en flestir aðrir bílar á sýningunni og hann spýr víst eldi við full afköst. Af þessum bíl verða aðeins framleidd 24 eintök og víst er að þau verða ekki gefins. Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent
Margir athygliverðir bílar eru nú til sýnis á bílasýningunni í Genf í Sviss. Þar eru mörg hundruð bílar til sýnis og langflestir af bílaframleiðendum heims mæta þar með sýna nýjustu bíla. Þar má finna allt frá þeim ódýrustu til þeirra allra dýrustu, tilraunabíla sem ef til vill verða aldrei framleiddir, öflugustu bíla heims, bíla með tækninýjungum sem aldrei hafa sést áður og klassíska magnsölubíla sem lítið breytast með tímanum. Þeir hjá bílavefnum Autoblog hafa farið gaumgæfilega gegnum sýninguna í ár og völdu í kjölfar þess þá 5 bíla sem þeir töldu þá athygliverðustu að þessu sinni. Þessir 5 hlutu mesta náð fyrir bílablaðamönnum Autoblog:Bentley EXP 10 Speed 6. Svo virðist sem þessi bíll frá Bentley hafi orðið efstur á blaði vegna fegurðar sinnar og hve óvenjulegur bíllinn er frá þessum íhaldssama breska bílaframleiðanda. Flestum ber saman um að fallegri bíll hafi ekki komið lengi frá Bentley.Audi R8 e-Tron.2. Audi R8 e-Tron. Þessi gullfallegi bíll er ekki nýr af nálinni, heldur lítillega endurhönnuð gerð fyrri R8 bíls, furðu lítið breyttur en bara ennþá fallegri. Þessi gerð hans er þó merkileg fyrir þá hluta sakir að hér er kominn keppinautur við Tesla Model S og hann á að hafa svipað drægi á rafhleðslu sinni, eða um 500 km.Honda Civic Type R.3. Honda Civic Type R. Svo lengi hafa bílablaðamenn beðið eftir þessari kraftaútgáfu af Honda Civic að það eitt kemur þessum bíl á þennan lista. Þó er rétt að hafa í huga að þessi bíll er nýbúinn að setja nýtt hraðamet á Nürburgring brautinni í flokki framhjóladrifinni smárra kraftabíla. Hann er aðeins hálfri mínútu seinni að fara brautina en Porsche 911 GT3 RS, eða á um 7 mínútum og 50 sekúndum. Koenigsegg Regera.4. Koenigsegg Regera. Hér er líklega kominn öflugast og sneggsti bíll í heimi með sín 1.500 hestöfl. Hann er tvíorkubíll, með brunavél og öfluga rafmótora og eitt það merkilegasta við bílinn er að hann er ekki með neina skiptingu þar sem hönnunur hans Christian von Koenigsegg sá enga þörf fyrir slíkt. Aston Martin Vulkan.5. Aston Martin Vulkan. Þessi 800 hestafla kraftaköggull með V12 vél er grimmari útlits en flestir aðrir bílar á sýningunni og hann spýr víst eldi við full afköst. Af þessum bíl verða aðeins framleidd 24 eintök og víst er að þau verða ekki gefins.
Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent