Volkswagen Passat Alltrack kynntur í Genf Finnur Thorlacius skrifar 20. febrúar 2015 10:05 Nú þegar styttast fer í kynningu á áttundu kynslóð Volkswagen Passat á Íslandi er Volkswagen að fara að sýna Alltrack útfærslu bílsins eftir tvær vikur á bílasýningunni í Genf. Alltrack útfærsla Passat bílsins er hækkuð gerð bílsins sem gerð er fyrir meiri torfærugetu. Hann er útbúinn stærri brettaköntum, verndarhlífum að framan og aftan, breyttum og veglegri stuðurum, vernd fyrir hnjaski á undirvagni og hann er að sjálfsögðu fjórhjóladrifnn. Bíllinn er að auki hannaður þannig að framan og aftan að hann þolir brattara aðkomuhorn beggja vegna og því færari um að klást við torfærur. Passat Alltrack býðst með 5 vélargerðum, tveimur bensínvélum, 148 og 217 hestafla og þremur dísilvélum, 148, 187 og 240 hestafla. Tvær þeirra aflminnstu eru tengdar 6 gíra sjálfskiptingu en þær þrjár aflmeiri eru með 7 gíra sjálfskiptingu. Allar útgáfurnar nema aflminni besínvélin hafa toggetu uppá 1.800 kíló og með þeim fylgir aðstoðarkerfi sem hjálpar ökumanni að bakka með aftanívagn og leggur sjálfur bílnum kórrétt án afskipta ökumanns. Bíllinn kemur einnig með brekkuaðstoð og búnaði til aðstoðar við að fra niður brattar brekkur. Volkswagen Passat Alltrack er enn einn fólksbíllinn frá Volkswagen bílafjölskyldunni sem eru með þessu sniði, en hinir eru Audi Allroad, Skoda Octavia Scout, Seat Leon X-Perience og Volkswagen Golf Multivan. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent
Nú þegar styttast fer í kynningu á áttundu kynslóð Volkswagen Passat á Íslandi er Volkswagen að fara að sýna Alltrack útfærslu bílsins eftir tvær vikur á bílasýningunni í Genf. Alltrack útfærsla Passat bílsins er hækkuð gerð bílsins sem gerð er fyrir meiri torfærugetu. Hann er útbúinn stærri brettaköntum, verndarhlífum að framan og aftan, breyttum og veglegri stuðurum, vernd fyrir hnjaski á undirvagni og hann er að sjálfsögðu fjórhjóladrifnn. Bíllinn er að auki hannaður þannig að framan og aftan að hann þolir brattara aðkomuhorn beggja vegna og því færari um að klást við torfærur. Passat Alltrack býðst með 5 vélargerðum, tveimur bensínvélum, 148 og 217 hestafla og þremur dísilvélum, 148, 187 og 240 hestafla. Tvær þeirra aflminnstu eru tengdar 6 gíra sjálfskiptingu en þær þrjár aflmeiri eru með 7 gíra sjálfskiptingu. Allar útgáfurnar nema aflminni besínvélin hafa toggetu uppá 1.800 kíló og með þeim fylgir aðstoðarkerfi sem hjálpar ökumanni að bakka með aftanívagn og leggur sjálfur bílnum kórrétt án afskipta ökumanns. Bíllinn kemur einnig með brekkuaðstoð og búnaði til aðstoðar við að fra niður brattar brekkur. Volkswagen Passat Alltrack er enn einn fólksbíllinn frá Volkswagen bílafjölskyldunni sem eru með þessu sniði, en hinir eru Audi Allroad, Skoda Octavia Scout, Seat Leon X-Perience og Volkswagen Golf Multivan.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent