Danska úrvalsdeildin í fótbolta hefst aftur eftir vetrarfrí í kvöld með Íslendingaslag Nordsjælland og Randers.
Landsliðsbakvörðurinn Theodór Elmar Bjarnason spilar með Randers og hefur staðið sig frábærlega á tímabilinu. Ögmundur Kristinsson er einnig á mála hjá liðinu.
Guðmundur, sem kom frá Sarpsborg í Noregi, getur spilað sinn fyrsta leik fyrir Nordsjælland í kvöld, en hann er spenntur fyrir nýju verkefni í Danmörku.
„Nordsjælland er stærra félag en Sarpsborg. Það var metnaður hjá Sarpsborg en hér stefna menn hærra. Vonandi getum við spilað í Evrópukeppni,“ segir Guðmundur, oftast kallaður Gummi Tóta, í viðtali við sn.dk.
„Hraðinn á æfingum er meiri hérna. Ég var að taka skref upp á við. Hér eru líka átta þjálfarar sem geta hjálpað manni að æfa aukalega ef maður hefur áhuga á því.“
„Við erum með gott lið og hér eru margir strákar fæddir 1994-1996 sem eru mjög hæfleikaríkir. Það eru kannski nokkrir af þeim sem eiga eftir að fá tækifæri hjá stærra liði,“ segir Guðmundur Þórarinsson.
Gummi Tóta: Nordsjælland stefnir hærra en Sarpsborg
Tómas Þór Þórðarson skrifar
