Fylkismaðurinn Agnar Bragi Magnússon hefur lagt skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla, aðeins 28 ára að aldri. Agnar greindi frá ákvörðun sinni á Facebook í gær.
Agnar lék 12 leiki og skoraði eitt mark í Pepsi-deildinni í fyrra en líkt og hin fyrri ár missti hann mikið úr vegna hnémeiðsla.
Agnar lék sinn lék einn leik með Fylki í Landsbankadeildinni 2005 en hann lék svo með Selfossi á árunum 2007-2012.
Agnar gekk svo aftur til liðs við uppeldisfélag sitt fyrir tímabilið 2013 og lék 23 deildarleiki og skoraði tvö mörk fyrir Árbæinga á síðustu tveimur árum.
Alls lék Agnar 102 deildar- og bikarleiki með Fylki og Selfossi og skoraði 11 mörk.
Þá lék hann þrjá leiki með U-17 ára landsliði Íslands og tvo leiki með U-19 liðinu á sínum tíma.
Skórnir komnir á hilluna hjá Agnari Braga
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn




Salah nálgast nýjan samning
Enski boltinn
