Romain Grosjean á Lotus varð fljótastur á lokadegi æfingalotunnar. Hann var á ofur mjúkum dekkjum. Pastor Maldonado varð fljótastur á Lotus á degi þrjú.
Frakkinn var fljótastur en Nico Rosberg á Mercedes varð annar. Ekki nema fjórðung úr sekúndu á eftir Grosjean en á milli hörðum dekkjum. Rosberg ók lengst allra eða 131 hring.
Daniil Kvyat á Red Bull varð þriðji, Felipe Nasr á Sauber varð fjórði og Valtteri Bottas varð fimmti á Williams.
Fernando Alonso varð síaðstur á McLaren bíl sínum. Hann lenti í harkalegum árekstri. Spánverjinn var fluttur á sjúkrahús af öryggisástæðum. Hann hefur fengið grænt ljós á heilsuna en verður á sjúkrahúsinu í nótt af til vonar og vara.
Nú er tveimur af þremur æfingalotum fyrir tímabilið lokið. Næsta æfingalota verður líka á Katalóníubrautinn og hefst 26. febrúar.
Fyrsta keppni tímabilsins er svo í Ástralíu 15. mars. Það eru 20 dagar í fyrstu keppni. Það verður afar spennandi að sjá goggunarröð liðana.
Grosjean fljótastur á Lotus

Tengdar fréttir

Maldonado fljótastur á viðburðaríkri æfingu
Pastor Maldonado á Lotus setti besta tímann á fyrsta degi annarrar æfingalotu fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Dagurinn var gríðarlega viðburðaríkur.

Alonso setur sér markmið eftir fyrstu keppni
Fernando Alonso, ökumaður McLaren-Honda segist ekki ætla að setja sér markmið fyrir tímabilið fyrr en hann hefur séð hvað bíllinn getur í alvöru. Hann býst við að það verði í kringum kínverska kappaksturinn.

Maldonado fljótastur á þriðja degi
Pastor Maldonado á Lotus náði besta tíma dagsins á þriðja degi æfinga í Barselóna.

Enn er von fyrir Manor Grand Prix
Manor Grand Prix liðið sem áður hét Marussia hefur formlega lokið skiptum á búi sínu. Þetta er stórt skref fyrir liðið sem stefnir á þátttöku á komandi tímabili.

Ricciardo fljótastur á öðrum degi
Daniel Ricciardo á Red Bull var maður dagsins á öðrum æfingadegi í Barselóna. Æfingar standa þar yfir fyrir komandi tímabil í Formúlu 1.