Russell Crowe, nýsjálenski kvikmyndaleikarinn, ákvað frekar að verja tíma sínum á ruðningsvelli í Englandi heldur en á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fór fram í Los Angeles í nótt.
Crowe er einn eiganda ástralska ruðningsliðsins South Sidney Rabbitohs sem vann yfirburðasigur á enska liðinu St. Helens, 39-0, í World Club Challange, nokkurs konar heimsbikarkeppni félagsliða í ruðningi.
Áströlsk lið hafa haft mikla yfirburði í þessari keppni síðastliðin ár og liðið hans Crowe þykir í dag besta lið heims. Honum stóð til boða að vera kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt en valdi þess í stað að vera á staðnum er lið hans varð heimsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Hann sá ekki eftir því. 39 stiga sigur liðsins er sá stærsti í sögu keppninnar.
Crowe hefur þrívegis verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir bestan leik í aðalhlutverki. Hann vann verðlaunin einu sinni - árið 2000 fyrir leik sinn í Gladiator.
Crowe valdi ruðningsliðið sitt fram yfir Óskarinn
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn


Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn



„Er allavega engin þreyta í mér“
Fótbolti




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn