Hagnaður HSBC bankans dróst saman um 17 prósent á síðasta ári. Nam hagnaður bankans 18,7 milljörðum dala, 2500 milljörðum króna, eftir því sem fram kemur á vef BBC.
Talsmenn bankans segja að skýringarnar liggi meðal annars í 2,4 milljarða dala sektum sem hafa verið lagðar á bankann.
HSBC bankinn hefur átt í erfiðleikum að undanförnu en starfsmenn bankans eru grunaðir um að hafa aðstoðað fólk að svíkja undan skatti með því að nota leynireikninga bankans í Genf.
Tekjur Stuarts Gulliver, forstjóra HSBC, lækkuðu snarlega á síðasta ári. Fóru úr 8,03 milljónum punda, eða 1224 milljónum króna, í 7,6 milljónir punda.
