Talsmaður Kickstarter segir CNN að þetta sé hraðasta söfnun í sögu fjöldafjármögnunar-síðunnar. Gamla metið var sett á einni klukkustund og 42 mínútum.
Hið nýja úr Pebble, er sagt vera 20 prósent þynnra en eldri úr fyrirtækisins og að rafhlaða þess endist í allt að sjö daga. Það mun bjóða upp á raddstýringu og uppfært stýrikerfi.
Fyrsta úr fyrirtækisins var einnig fjármagnað með Kickstarter, fyrir þremur árum, en þeir sneru aftur að fjöldafjármögnun til að vera nær viðskiptavinum sínum.