Sjálflærður forritari hefur gefið út tvo símaleiki Samúel Karl Ólason skrifar 11. febrúar 2015 13:30 Friðlaugur Jónsson með börnum sínum. „Ég tók upp á þessu í fæðingarorlofi. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leikjum og það mætti segja að í dag, býr maður þá frekar til en að spila þá,“ segir Friðlaugur Jónsson í samtali við Vísi. Hann er 33 ára grafískur hönnuður, sem er nýverið búinn að gefa út sinn annan snjalltækjaleik. Fyrir um fimm árum síðan eignuðust hann og kona hans tvíbura og í fæðingarorlofinu fór Friðlaugur að kynna sér forritun. Á meðan börnin sváfu fór hann snemma á fætur og kynnti sér forritun. Friðlaugur sem útskrifaðist sem grafískur hönnuðu 2008 og segir að þá hafi ekki verið mikla vinnu að hafa. Því hugsaði hann um að læra forritun til að auðvelda vinnuleitina og skapa sér sérstöðu. „Svo fer ég að vinna hjá Fancy Pants Global leikjaframleiðendur vorið 2011 og var að vinna hjá þeim í tvo og hálft ár. Það var góður skóli. Ég var mest í því í að teikna og annað slíkt, en engu að síður forritaði ég nokkra litla leiki sem að nýttist mér afskaplega vel.“Minna en króna á hvert niðurhal Síðastliðið vor gaf Friðlaugur út leikinn Cherry Chase ásamt vini sínum Helga Vilberg Helgasyni. „Þá prófuðum við að vera með frían leik og að keyra auglýsingar í honum. Níu mánuðum eftir að hann kom út eru eitthvað yfir þúsund búnir að sækja leikinn og í auglýsingatekjur höfum við fengið tæplega eina krónu á hvert niðurhal,“ segir Friðlaugur. Því ákvað hann að gera það ekki aftur. „Þó að maður sé ekki að gera þetta peningana vegna. Þá er samt gaman að fá eitthvað og geta látið sig dreyma um það að ef þetta myndi gagna vel, væri hægt að gera þetta að atvinnu.“ Nýi leikur Friðlaugs, Argebe, kostar því núna einn dollar, eða rúmar 130 krónur plús virðisaukaskattur. Leikurinn kom út fyrir helgi og er fáanlegur í Apple App Store og Amazon App Store.Ætlar að halda áfram „Ég ætla að halda áfram og gefa út fleiri leiki. Ég er með ákveðið mottó sem gengur út á að gefa frekar út fínan leik, heldur en að gefa ekki út frábæran leik. Af því að ég hef lent í því og þekki svo marga sem hafa lent í þeim sporum. Þeir fá frábæra hugmynd en það verður aldrei neitt úr því. Verkefnið er of stórt.“ Friðlaugur segist skipuleggja sig og setja sér takmarkanir og segir mikilvægt að komast í gegnum það ferli sem framleiðsla og útgáfa leiks felur í sér. „Ég er til dæmis aldrei í vandræðum með að fá hugmyndir að leikjum. Hins vegar þykir mér vandasamt að fá hugmynd að leik sem ég held að verði skemmtilegur og að framleiðslan á honum sé gerleg innan ákveðins tímaramma. Enda trúi ég því að það að setja sér takmarkanir í hverskonar hönnun og þróun sé í frábær innspýting í allt skapandi ferli.“ „Það að gefa út leik er ómetanleg reynsla. Þegar maður er að vinna sína eigin vöru heldur maður kannski að þetta sé að verða búið, en í ljós kemur að það er heilmikið eftir. Það er mikill tími sem fer í að koma þessu í búðirnar, vinna markaðsefni og setja upp Facebooksíðu og heimasíðu.“ „Það er ótrúlega flott að ná að fara í gegnum þetta og gera það nokkrum sinnum.“ Leikinn Cherry Chase má finna á Apple App store og Google Play. Leikjavísir Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
„Ég tók upp á þessu í fæðingarorlofi. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leikjum og það mætti segja að í dag, býr maður þá frekar til en að spila þá,“ segir Friðlaugur Jónsson í samtali við Vísi. Hann er 33 ára grafískur hönnuður, sem er nýverið búinn að gefa út sinn annan snjalltækjaleik. Fyrir um fimm árum síðan eignuðust hann og kona hans tvíbura og í fæðingarorlofinu fór Friðlaugur að kynna sér forritun. Á meðan börnin sváfu fór hann snemma á fætur og kynnti sér forritun. Friðlaugur sem útskrifaðist sem grafískur hönnuðu 2008 og segir að þá hafi ekki verið mikla vinnu að hafa. Því hugsaði hann um að læra forritun til að auðvelda vinnuleitina og skapa sér sérstöðu. „Svo fer ég að vinna hjá Fancy Pants Global leikjaframleiðendur vorið 2011 og var að vinna hjá þeim í tvo og hálft ár. Það var góður skóli. Ég var mest í því í að teikna og annað slíkt, en engu að síður forritaði ég nokkra litla leiki sem að nýttist mér afskaplega vel.“Minna en króna á hvert niðurhal Síðastliðið vor gaf Friðlaugur út leikinn Cherry Chase ásamt vini sínum Helga Vilberg Helgasyni. „Þá prófuðum við að vera með frían leik og að keyra auglýsingar í honum. Níu mánuðum eftir að hann kom út eru eitthvað yfir þúsund búnir að sækja leikinn og í auglýsingatekjur höfum við fengið tæplega eina krónu á hvert niðurhal,“ segir Friðlaugur. Því ákvað hann að gera það ekki aftur. „Þó að maður sé ekki að gera þetta peningana vegna. Þá er samt gaman að fá eitthvað og geta látið sig dreyma um það að ef þetta myndi gagna vel, væri hægt að gera þetta að atvinnu.“ Nýi leikur Friðlaugs, Argebe, kostar því núna einn dollar, eða rúmar 130 krónur plús virðisaukaskattur. Leikurinn kom út fyrir helgi og er fáanlegur í Apple App Store og Amazon App Store.Ætlar að halda áfram „Ég ætla að halda áfram og gefa út fleiri leiki. Ég er með ákveðið mottó sem gengur út á að gefa frekar út fínan leik, heldur en að gefa ekki út frábæran leik. Af því að ég hef lent í því og þekki svo marga sem hafa lent í þeim sporum. Þeir fá frábæra hugmynd en það verður aldrei neitt úr því. Verkefnið er of stórt.“ Friðlaugur segist skipuleggja sig og setja sér takmarkanir og segir mikilvægt að komast í gegnum það ferli sem framleiðsla og útgáfa leiks felur í sér. „Ég er til dæmis aldrei í vandræðum með að fá hugmyndir að leikjum. Hins vegar þykir mér vandasamt að fá hugmynd að leik sem ég held að verði skemmtilegur og að framleiðslan á honum sé gerleg innan ákveðins tímaramma. Enda trúi ég því að það að setja sér takmarkanir í hverskonar hönnun og þróun sé í frábær innspýting í allt skapandi ferli.“ „Það að gefa út leik er ómetanleg reynsla. Þegar maður er að vinna sína eigin vöru heldur maður kannski að þetta sé að verða búið, en í ljós kemur að það er heilmikið eftir. Það er mikill tími sem fer í að koma þessu í búðirnar, vinna markaðsefni og setja upp Facebooksíðu og heimasíðu.“ „Það er ótrúlega flott að ná að fara í gegnum þetta og gera það nokkrum sinnum.“ Leikinn Cherry Chase má finna á Apple App store og Google Play.
Leikjavísir Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira