Dúi nýr formaður Skotvís Stefán Árni Pálsson skrifar 11. febrúar 2015 14:38 Mynd af núverandi og fyrrverandi formönnum Skotvís, þeim Dúa J. Landmark og Elvari Árna Lund. Dúi J. Landmark var á aðalfundi Skotveiðifélags Íslands (Skotvís) í gær kjörinn nýr formaður félagsins en þetta kemur fram í tilkynningu frá Skotvís. Elvar Árni Lund, fyrrverandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir sjö ára stjórnarsetu, þar af fjögur ár sem formaður. Í nýrri stjórn sitja nú auk Dúa, Indriði R. Grétarsson sem kjörinn var í embætti varaformanns, Kristinn Gísli Guðmundsson, Stefán Þórarinsson, Aðalbjörn Sigurðsson, Friðrik Sigurður Einarsson og Borgar Antonsson. Í tilkynningunni segir að nýrrar stjórnar bíði fjölmörg verkefni, meðal annars að halda áfram þeirri viðamiklu uppbyggingu á innviðum félagsins sem fráfarandi stjórn vann að síðustu ár. Má þar nefna stofnun svæðisráða á landsvísu, ásamt því að vinna áfram að hagsmunamálum skotveiðimanna í samvinnu við stjórnvöld og önnur útivistar- og náttúruverndarasamtök. Einnig að vinna áfram að upplýsingagjöf til skotveiðimanna og almennings. Stangveiði Mest lesið Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Nýr veiðiklúbbur hjá Fish Partner Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði
Dúi J. Landmark var á aðalfundi Skotveiðifélags Íslands (Skotvís) í gær kjörinn nýr formaður félagsins en þetta kemur fram í tilkynningu frá Skotvís. Elvar Árni Lund, fyrrverandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir sjö ára stjórnarsetu, þar af fjögur ár sem formaður. Í nýrri stjórn sitja nú auk Dúa, Indriði R. Grétarsson sem kjörinn var í embætti varaformanns, Kristinn Gísli Guðmundsson, Stefán Þórarinsson, Aðalbjörn Sigurðsson, Friðrik Sigurður Einarsson og Borgar Antonsson. Í tilkynningunni segir að nýrrar stjórnar bíði fjölmörg verkefni, meðal annars að halda áfram þeirri viðamiklu uppbyggingu á innviðum félagsins sem fráfarandi stjórn vann að síðustu ár. Má þar nefna stofnun svæðisráða á landsvísu, ásamt því að vinna áfram að hagsmunamálum skotveiðimanna í samvinnu við stjórnvöld og önnur útivistar- og náttúruverndarasamtök. Einnig að vinna áfram að upplýsingagjöf til skotveiðimanna og almennings.
Stangveiði Mest lesið Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Nýr veiðiklúbbur hjá Fish Partner Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði