Er annar jeppi í smíðum hjá Bentley? Finnur Thorlacius skrifar 16. febrúar 2015 15:12 Bentley Bentayga fer í sölu á næsta ári. Jeppinn Bentayga er á leiðinni frá breska lúxusbílaframleiðandanum Bentley og hefst sala á honum á næsta ári. Top Gear Magazine er þó á því að þar verði ekki staðar numið hjá Bentley að herja á sívaxandi markað fyrir fjórhjóladrifna og torfæruhæfa bíla frá fyrirtækinu. Þeir hjá Top Gear segjast hafa hermt frá forstjóra Bentley að öllu minni slíkur bíll, sem jafnvel gæti talist jepplingur, sé einnig á teikniborðinu hjá Bentley og að Bentley ætli ekki að láta þennan vaxandi markað framhjá sér fara. Það ætla Jaguar og Maserati ekki heldur að gera, enda eru jeppar á leiðinni frá báðum þeim fyrirtækjum. Bentley mun þó ekki kynna nýjan jeppa/jeppling fyrr en árið 2019 og allar líkur eru á því að hann verði með „coupe“-formi, líkt og X6 bíll BMW og GLE Coupe frá Mercedes Benz og keppa við þá um hylli kaupenda. Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent
Jeppinn Bentayga er á leiðinni frá breska lúxusbílaframleiðandanum Bentley og hefst sala á honum á næsta ári. Top Gear Magazine er þó á því að þar verði ekki staðar numið hjá Bentley að herja á sívaxandi markað fyrir fjórhjóladrifna og torfæruhæfa bíla frá fyrirtækinu. Þeir hjá Top Gear segjast hafa hermt frá forstjóra Bentley að öllu minni slíkur bíll, sem jafnvel gæti talist jepplingur, sé einnig á teikniborðinu hjá Bentley og að Bentley ætli ekki að láta þennan vaxandi markað framhjá sér fara. Það ætla Jaguar og Maserati ekki heldur að gera, enda eru jeppar á leiðinni frá báðum þeim fyrirtækjum. Bentley mun þó ekki kynna nýjan jeppa/jeppling fyrr en árið 2019 og allar líkur eru á því að hann verði með „coupe“-formi, líkt og X6 bíll BMW og GLE Coupe frá Mercedes Benz og keppa við þá um hylli kaupenda.
Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent