Lada Sport með V8 Ferrari vél Finnur Thorlacius skrifar 16. febrúar 2015 17:20 Á tíunda áratug síðustu aldar keppti þessi Lada Sport í utanvegakeppnum, meðal annars á Ítalíu, eins og sést í þessum myndskeiði. Óbreyttur Lada Sport er ef til vill ekki heppilegast bíllinn til þátttöku í svona kappakstur. Því var þessum Lada Sport breytt hressilega og meðal annars sett í bílinn V8 vél frá Ferrari. Þessi vél hafði einnig sést í Lancia Thema og afkastaði þar 215 hestöflum. Í Lada bílnum var vélin hins vegar gerð aflmeiri og skilaði 300 hestöflum. Ef til vill var það við hæfi að Ferrari vél væri í bílnum þó langsótt sé. Málið er þannig vaxið að Lada Sport var í upphafi byggður á Lada fólksbíl sem byggður hafði verið á Fiat 124. Ferrari var þá í eigu Fiat, svo þetta lá náttúrlega beint við, eða þannig! Með þessa vél og öðrum breytingum á bílnum var þessi Lada Sport bíll hinsvegar orðinn nokkuð hæfur til keppni á þeim erfiðu leiðum sem keppt var á og sést það vel í myndskeiðinu. Fjöðrun bílsins var háþróuð og byggði á öflugum nitrogen dempurum og gormarnir voru tveir á hverju hjóli. Eins og fyrr er sjón sögu ríkari. Bílar video Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent
Á tíunda áratug síðustu aldar keppti þessi Lada Sport í utanvegakeppnum, meðal annars á Ítalíu, eins og sést í þessum myndskeiði. Óbreyttur Lada Sport er ef til vill ekki heppilegast bíllinn til þátttöku í svona kappakstur. Því var þessum Lada Sport breytt hressilega og meðal annars sett í bílinn V8 vél frá Ferrari. Þessi vél hafði einnig sést í Lancia Thema og afkastaði þar 215 hestöflum. Í Lada bílnum var vélin hins vegar gerð aflmeiri og skilaði 300 hestöflum. Ef til vill var það við hæfi að Ferrari vél væri í bílnum þó langsótt sé. Málið er þannig vaxið að Lada Sport var í upphafi byggður á Lada fólksbíl sem byggður hafði verið á Fiat 124. Ferrari var þá í eigu Fiat, svo þetta lá náttúrlega beint við, eða þannig! Með þessa vél og öðrum breytingum á bílnum var þessi Lada Sport bíll hinsvegar orðinn nokkuð hæfur til keppni á þeim erfiðu leiðum sem keppt var á og sést það vel í myndskeiðinu. Fjöðrun bílsins var háþróuð og byggði á öflugum nitrogen dempurum og gormarnir voru tveir á hverju hjóli. Eins og fyrr er sjón sögu ríkari.
Bílar video Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent