Bílasala í Evrópu jókst um 6,2% í janúar Finnur Thorlacius skrifar 17. febrúar 2015 13:54 Chevrolet/Opel/Vauxhall seldist 15% meira í janúar en í sama mánuði í fyrra. Hér sést Opel Corsa. Líkt og á Íslandi er bílasala að aukast í Evrópu. Í fyrsta skipti í sex ár jókst bílasala í álfunni í fyrra og áframhald virðist vera á aukningu, því í síðasta mánuði jókst salan um 6,2%. Í löndum Evrópusambandsins og EFTA seldust 1,03 milljón bílar í janúar. Þrátt fyrir þennan vöxt nú eru væntingar hófstilltar og ekki búist við nema um 2% vexti í bílasölu í ár og mjög langt er í viðlíka sölu og var í Evrópu fyrir hrun. Af einstaka stærri bílaframleiðendum gekk Chevrolet/Opel best í janúar og söluaukningin þar 15%. Renault átti líka góðan mánuð með 10% aukningu. Sala hjá Volkswagen bílafjölskyldunni í heild var 6,6%, eða rétt yfir heildaraukningunni. Fiat/Chrysler jók söluna um 5,8%, en Fiat bílar seldust 3,6% betur en salan á Jeep þrefaldaðist, þökk sé mikilli sölu á Jeep Renegade. Ford jók söluna um 5,4%, en hjá PSA/Peugeot-Citroën minnkaði salan um 1,5%. Þannig þurrkaðist 3,5% aukning Renault út með 6% minnkun í sölu Citroën bíla. Meðal japanskra bílaframleiðenda gekk Nissan best með 35% aukningu, en Toyota/Lexus jók söluna um 8,5%. Hyundai náði 7,1% aukningu en Kia 5,5%. Benz jók söluna um 13% í álfunni, BMW um 5%, en Mini sem er í eigi BMW jók söluna um 23%. Í öllum 5 stærstu löndum Evrópu jókst salan, um 28% á Spáni, 11% á Ítalíu, 6,7% í Bretlandi, 6,2% í Frakklandi og 2,6% í Þýskalandi. Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Líkt og á Íslandi er bílasala að aukast í Evrópu. Í fyrsta skipti í sex ár jókst bílasala í álfunni í fyrra og áframhald virðist vera á aukningu, því í síðasta mánuði jókst salan um 6,2%. Í löndum Evrópusambandsins og EFTA seldust 1,03 milljón bílar í janúar. Þrátt fyrir þennan vöxt nú eru væntingar hófstilltar og ekki búist við nema um 2% vexti í bílasölu í ár og mjög langt er í viðlíka sölu og var í Evrópu fyrir hrun. Af einstaka stærri bílaframleiðendum gekk Chevrolet/Opel best í janúar og söluaukningin þar 15%. Renault átti líka góðan mánuð með 10% aukningu. Sala hjá Volkswagen bílafjölskyldunni í heild var 6,6%, eða rétt yfir heildaraukningunni. Fiat/Chrysler jók söluna um 5,8%, en Fiat bílar seldust 3,6% betur en salan á Jeep þrefaldaðist, þökk sé mikilli sölu á Jeep Renegade. Ford jók söluna um 5,4%, en hjá PSA/Peugeot-Citroën minnkaði salan um 1,5%. Þannig þurrkaðist 3,5% aukning Renault út með 6% minnkun í sölu Citroën bíla. Meðal japanskra bílaframleiðenda gekk Nissan best með 35% aukningu, en Toyota/Lexus jók söluna um 8,5%. Hyundai náði 7,1% aukningu en Kia 5,5%. Benz jók söluna um 13% í álfunni, BMW um 5%, en Mini sem er í eigi BMW jók söluna um 23%. Í öllum 5 stærstu löndum Evrópu jókst salan, um 28% á Spáni, 11% á Ítalíu, 6,7% í Bretlandi, 6,2% í Frakklandi og 2,6% í Þýskalandi.
Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira