Pósturinn þarf 180.000 bíla Finnur Thorlacius skrifar 19. febrúar 2015 09:52 Aflagðir gamlir póstbílar hjá US Postal Service. Einhver bílaframleiðandi þarf að bretta upp ermarnar því pósturinn í Bandaríkjunum, US Postal Service, þarf brátt 180.000 nýja póstbíla. Sá framleiðandi sem valinn verður til verksins verður bæði öfundsverður en í senn þarf hann að leysa stórt framleiðsluvandmál þar sem ekki er hrist framleiðsla svo margra bíla framúr annarri erminni. US Postal Service hefur sent bílaframleiðendum póst, nema hvað, þess efnis að fyrirtækið óski þessa fjölda bíla og verði þeir að vera á verðbilinu 25.000 til 35.000 dollarar. Pósturinn hefur þegar haldið kynningarfund fyrir bílaframleiðendur til að ótskýra óskir sínar og þar var skýrt út hvernig bílarnir eiga að vera útbúnir. Samningurinn um framleiðslu bílanna er metinn á 6,3 milljarða dollara, eða 830 milljarða króna. Núverandi póstbílar eru af Grumman gerð, með ályfirbyggingu, undirvagn frá Chevrolet S-10 pallbílnum og vél frá General Motors sem er fjögurra strokka. USPS keypti þessa bíla á árunum 1987 til 1994 og eru þeir orðnir æði úreltir. Nú eru 163.000 slíkir bílar í þjónustu póstsins. Eyðsla þessara bíla er um 23,5 lítrar á hundraðið en pósturinn ætlast til þess að nýju bílarnir eyði ekki meira en 14,7 lítrum á hverja 100 km. Eldsneytiseyðsla bílanna sem eru í notkun í dag er að virði 530 milljón dollara á ári, eða um 70 milljarðar króna. Það myndi lækka í 44 milljarða með nýjum og eyðslugrennri bílum. Því myndi þessi nýfjárfesting borga sig eingöngu upp með minnkandi eyðslu á tæpum 19 árum. Stöðugt meiri viðgerðarkostnaður gömlu bílanna hefur rokið frá 100 milljónum dollara í 500 milljónir dollara, en sá kostnaður ætti að fara niður í nánast ekkert ef skipt verður hratt út þeim gömlu fyrir nýja. Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent
Einhver bílaframleiðandi þarf að bretta upp ermarnar því pósturinn í Bandaríkjunum, US Postal Service, þarf brátt 180.000 nýja póstbíla. Sá framleiðandi sem valinn verður til verksins verður bæði öfundsverður en í senn þarf hann að leysa stórt framleiðsluvandmál þar sem ekki er hrist framleiðsla svo margra bíla framúr annarri erminni. US Postal Service hefur sent bílaframleiðendum póst, nema hvað, þess efnis að fyrirtækið óski þessa fjölda bíla og verði þeir að vera á verðbilinu 25.000 til 35.000 dollarar. Pósturinn hefur þegar haldið kynningarfund fyrir bílaframleiðendur til að ótskýra óskir sínar og þar var skýrt út hvernig bílarnir eiga að vera útbúnir. Samningurinn um framleiðslu bílanna er metinn á 6,3 milljarða dollara, eða 830 milljarða króna. Núverandi póstbílar eru af Grumman gerð, með ályfirbyggingu, undirvagn frá Chevrolet S-10 pallbílnum og vél frá General Motors sem er fjögurra strokka. USPS keypti þessa bíla á árunum 1987 til 1994 og eru þeir orðnir æði úreltir. Nú eru 163.000 slíkir bílar í þjónustu póstsins. Eyðsla þessara bíla er um 23,5 lítrar á hundraðið en pósturinn ætlast til þess að nýju bílarnir eyði ekki meira en 14,7 lítrum á hverja 100 km. Eldsneytiseyðsla bílanna sem eru í notkun í dag er að virði 530 milljón dollara á ári, eða um 70 milljarðar króna. Það myndi lækka í 44 milljarða með nýjum og eyðslugrennri bílum. Því myndi þessi nýfjárfesting borga sig eingöngu upp með minnkandi eyðslu á tæpum 19 árum. Stöðugt meiri viðgerðarkostnaður gömlu bílanna hefur rokið frá 100 milljónum dollara í 500 milljónir dollara, en sá kostnaður ætti að fara niður í nánast ekkert ef skipt verður hratt út þeim gömlu fyrir nýja.
Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent