Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 30-32 | Björgvin sá um FH Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 19. febrúar 2015 13:45 Benedikt Reynir Kristinsson, hornamaður FH. vísir/andri marinó ÍR vann frábæran sigur á FH, 32-30, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en leikið var í Kaplakrika. Björgvin Hólmgeirsson fór á kostum í liði ÍR og skoraði hann tíu mörk. FH-ingar hafa þá tapað þremur í röð. Ásbjörn Friðriksson var einnig frábær í liði FH og gerði 11 mörk. Hann gerði aftur á móti of mörg mistök. Jafnræði var á með liðunum alveg frá fyrstu mínútu í fyrri hálfleiknum og náði hvorugt liðið einhverju almennilegu forskoti. Flottur handbolti hjá báðum liðum og gæðin nokkuð mikil en Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, var frábær í fyrri hálfleiknum og réðu varnarmenn FH illa við hann. Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, byrjaði á bekknum en kom fljótlega inn á. Hann tók strax til sinna ráða og fór að verja vel. ÍR-ingar voru að finna taktinn og það var honum að þakka að liðið myndi ekki ná upp nokkra marka forskoti. Ásbjörn Friðriksson hjá FH, var að leika virkilega vel en ÍR-ingar voru þrátt fyrir það ívið sterkari þegar 30 mínútur voru liðnar af leiknum og höfðu þeir tveggja marka forskot í hálfleik, 16-14. Liðin voru ekki að finna sig á upphafsmínútum síðari hálfleiks og gerðu bæði fullt af mistökum. Þegar leið á hálfleikinn náðu ÍR-ingar að sýna ákveðið frumkvæði og voru skrefinu á undan. Áfram hélt Björgvin Hólmgeirsson og var hann allt í öllu hjá liðinu, ásamt Arnóri Frey Stefánssyni í marki ÍR. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum höfðu ÍR-ingar náð fjögurra marka forskoti, 25-21, en FH-ingar neituðu að gefast upp. Þeir minnkuðu strax muninn niður í tvö mörk. Síðustu tíu mínútur leiksins voru spennandi en það voru gestirnir í ÍR sem voru að lokum sterkari. Liðið vann að lokum tveggja marka sigur 32-30. Eins og áður segir var Björgvin Hólmgeirsson ótrúlegur í þessum leik og þá má alveg slá því föstu að hann á ekki að spila í Olís-deildinni. Björgvin gerði tíu mörk í leiknum og úr öllum regnbogans litum. Halldór: Tökum allt of oft ranga ákvörðun„Við erum með sautján tapaða bolta í þessum leik og þá er erfitt að vinna leik,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld. „Við erum að keyra rosalega illa seinni bylgjuna og komum illa til baka. Við virðumst taka rangar ákvarðanir þegar á hólminn er komið og það þurfum við að skoða.“ Halldór segir að liðið hafi spilað fimm leiki á tveimur vikum og það sé kannski farið að segja til sín. „Það er samt ekki eins og þetta ÍR-lið sé að spila á mörgum mönnum. Það vantaði bara viljann í mína menn og einnig þurftu menn að vera aðeins klókari á köflum.“ Einar: Andlega sterkt að vinna í kvöld„Þetta var ofboðslega mikilvægur sigur í kvöld,“ segir Einar Hólmgeirsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Við erum ekki búnir að ná okkur á strik eftir jól og því var mikilvægt að ná í tvö stig hér. Þetta var mikilvægt upp á andlegu hliðina að gera. Við höfum verið að spila ágætlega, en verið að klúðra leikjunum sjálfir.“ Einar segir að þegar vörnin og markvarslan hafi farið að ganga hafi verið erfitt að stöðva liðið. „Ég var nokkuð sáttur með allan leikinn hjá okkur. Þeir koma alltaf aftur til baka og við réðu vel við það. Bjöggi bróðir var frábær í kvöld. Hann var aftur á móti bara lélegur í síðustu tveimur leikjum en sýndi í kvöld hvernig menn svara því,“ sagði Einar um frammistaði bróður síns sem gerði tíu mörk í kvöld. Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Sjá meira
ÍR vann frábæran sigur á FH, 32-30, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en leikið var í Kaplakrika. Björgvin Hólmgeirsson fór á kostum í liði ÍR og skoraði hann tíu mörk. FH-ingar hafa þá tapað þremur í röð. Ásbjörn Friðriksson var einnig frábær í liði FH og gerði 11 mörk. Hann gerði aftur á móti of mörg mistök. Jafnræði var á með liðunum alveg frá fyrstu mínútu í fyrri hálfleiknum og náði hvorugt liðið einhverju almennilegu forskoti. Flottur handbolti hjá báðum liðum og gæðin nokkuð mikil en Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, var frábær í fyrri hálfleiknum og réðu varnarmenn FH illa við hann. Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, byrjaði á bekknum en kom fljótlega inn á. Hann tók strax til sinna ráða og fór að verja vel. ÍR-ingar voru að finna taktinn og það var honum að þakka að liðið myndi ekki ná upp nokkra marka forskoti. Ásbjörn Friðriksson hjá FH, var að leika virkilega vel en ÍR-ingar voru þrátt fyrir það ívið sterkari þegar 30 mínútur voru liðnar af leiknum og höfðu þeir tveggja marka forskot í hálfleik, 16-14. Liðin voru ekki að finna sig á upphafsmínútum síðari hálfleiks og gerðu bæði fullt af mistökum. Þegar leið á hálfleikinn náðu ÍR-ingar að sýna ákveðið frumkvæði og voru skrefinu á undan. Áfram hélt Björgvin Hólmgeirsson og var hann allt í öllu hjá liðinu, ásamt Arnóri Frey Stefánssyni í marki ÍR. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum höfðu ÍR-ingar náð fjögurra marka forskoti, 25-21, en FH-ingar neituðu að gefast upp. Þeir minnkuðu strax muninn niður í tvö mörk. Síðustu tíu mínútur leiksins voru spennandi en það voru gestirnir í ÍR sem voru að lokum sterkari. Liðið vann að lokum tveggja marka sigur 32-30. Eins og áður segir var Björgvin Hólmgeirsson ótrúlegur í þessum leik og þá má alveg slá því föstu að hann á ekki að spila í Olís-deildinni. Björgvin gerði tíu mörk í leiknum og úr öllum regnbogans litum. Halldór: Tökum allt of oft ranga ákvörðun„Við erum með sautján tapaða bolta í þessum leik og þá er erfitt að vinna leik,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld. „Við erum að keyra rosalega illa seinni bylgjuna og komum illa til baka. Við virðumst taka rangar ákvarðanir þegar á hólminn er komið og það þurfum við að skoða.“ Halldór segir að liðið hafi spilað fimm leiki á tveimur vikum og það sé kannski farið að segja til sín. „Það er samt ekki eins og þetta ÍR-lið sé að spila á mörgum mönnum. Það vantaði bara viljann í mína menn og einnig þurftu menn að vera aðeins klókari á köflum.“ Einar: Andlega sterkt að vinna í kvöld„Þetta var ofboðslega mikilvægur sigur í kvöld,“ segir Einar Hólmgeirsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Við erum ekki búnir að ná okkur á strik eftir jól og því var mikilvægt að ná í tvö stig hér. Þetta var mikilvægt upp á andlegu hliðina að gera. Við höfum verið að spila ágætlega, en verið að klúðra leikjunum sjálfir.“ Einar segir að þegar vörnin og markvarslan hafi farið að ganga hafi verið erfitt að stöðva liðið. „Ég var nokkuð sáttur með allan leikinn hjá okkur. Þeir koma alltaf aftur til baka og við réðu vel við það. Bjöggi bróðir var frábær í kvöld. Hann var aftur á móti bara lélegur í síðustu tveimur leikjum en sýndi í kvöld hvernig menn svara því,“ sagði Einar um frammistaði bróður síns sem gerði tíu mörk í kvöld.
Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Sjá meira