Þekktur bílavefur dáist að Fornbílaklúbbnum Finnur Thorlacius skrifar 2. febrúar 2015 09:36 Einn íslenskra fornbíla. Fjöldi erlendra bílablaðamanna hafa verið á Íslandi að undanförnu við prófanir á Land Rover Discovery Sport. Sumir þeirra hafa einnig nýtt ferðina til landsins og kynnt sér íslenska bílamenningu. Blaðamenn hins þekkt Jalopnik bílavefjar brugðu sér í heimsókn til Fornbílaklúbbsins og heilluðust svo af starfseminni og bílaflotanum að í fyrirsögn um heimsóknina segja þeir að hugsanlega sé Fornbílaklúbburinn íslenski besti bílaklúbbur heims. Það sem vekur einna mesta furðu blaðamanna Jalopnik er hversu vel tekist hefur að varðveita gamla bíla á Íslandi þrátt fyrir hve illa íslenskt veður og vegir fari með bíla. Ofan á það bætist sífelldur salt- og sandmokstur á göturnar og nálægð við haf geri heldur engum bílnum greiða. Því telja þeir hjá Jalopnik að það sé furðulegt að nokkur vel varðveittur eldri bíll sé yfir höfuð til á Íslandi, en staðreyndin sé hinsvegar sú að einir 8-9.000 slíkir bílar séu til í söfnum, skemmum og bílskúrum landsins, annaðhvort fulluppgerðir eða í vinnslu. Sé haft í huga að á landinu búi aðeins 330.000 manns lætur nærri að einn af hverjum 35 íbúum landins eigi fornbíl. Það finnst þeim ótrúlegt. Heilu skemmurnar fullar af vel uppgerðum og verðmætum fornbílum. Það fannst Jalopnik mönnum ótrúlegt. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent
Fjöldi erlendra bílablaðamanna hafa verið á Íslandi að undanförnu við prófanir á Land Rover Discovery Sport. Sumir þeirra hafa einnig nýtt ferðina til landsins og kynnt sér íslenska bílamenningu. Blaðamenn hins þekkt Jalopnik bílavefjar brugðu sér í heimsókn til Fornbílaklúbbsins og heilluðust svo af starfseminni og bílaflotanum að í fyrirsögn um heimsóknina segja þeir að hugsanlega sé Fornbílaklúbburinn íslenski besti bílaklúbbur heims. Það sem vekur einna mesta furðu blaðamanna Jalopnik er hversu vel tekist hefur að varðveita gamla bíla á Íslandi þrátt fyrir hve illa íslenskt veður og vegir fari með bíla. Ofan á það bætist sífelldur salt- og sandmokstur á göturnar og nálægð við haf geri heldur engum bílnum greiða. Því telja þeir hjá Jalopnik að það sé furðulegt að nokkur vel varðveittur eldri bíll sé yfir höfuð til á Íslandi, en staðreyndin sé hinsvegar sú að einir 8-9.000 slíkir bílar séu til í söfnum, skemmum og bílskúrum landsins, annaðhvort fulluppgerðir eða í vinnslu. Sé haft í huga að á landinu búi aðeins 330.000 manns lætur nærri að einn af hverjum 35 íbúum landins eigi fornbíl. Það finnst þeim ótrúlegt. Heilu skemmurnar fullar af vel uppgerðum og verðmætum fornbílum. Það fannst Jalopnik mönnum ótrúlegt.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent