Gjaldþrotameðferð Spyker snúið við Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2015 09:16 Sportbíll úr smiðju Spyker. Hollenski sportbíla-framleiðandinn Spyker, sem lýstur var gjaldrota þann 18. desember síðastliðinn, er bara alls ekki gjaldþrota. Þessu komust dómarar að er þeir tóku fyrir áfrýjun stjórnenda Spyker á þessum úrskurði frá því fyrir jól. Það voru kröfuhafar í Spyker sem þrýstu á um gjaldþrotaskipti í Spyker og fengu þeir kröfum sínum framgengt frá hollenskum dómstólum. Eftir að staða Spyker hafði hins vegar verið skoðuð betur komust dómstólar í Hollandi að því að ekki hefði verið rétt að lýsa fyrirtækið gjaldþrota og snéru því úrskurðinum við. Þessi ákvörðun breytir að sjálfsögðu öllu fyrir Spyker og nú ætlar fyrirtækið að halda áformum sínum til streitu að setja á markað Spyker B6 Venator bílinn sem fyrirtækið vann að fyrir þessar hremmingar. Er það tiltölulega smár sportbíll á ferð sem höfða á til breiðari hóps viðskiptavina en með fyrri gerðum Spyker bíla. Í áframhaldi verður svo unnið að þróun rafmagnsbíls, en það hefur lengi staðið til hjá Spyker og það í samstarfi við bandarískan rafhlöðuframleiðanda. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður
Hollenski sportbíla-framleiðandinn Spyker, sem lýstur var gjaldrota þann 18. desember síðastliðinn, er bara alls ekki gjaldþrota. Þessu komust dómarar að er þeir tóku fyrir áfrýjun stjórnenda Spyker á þessum úrskurði frá því fyrir jól. Það voru kröfuhafar í Spyker sem þrýstu á um gjaldþrotaskipti í Spyker og fengu þeir kröfum sínum framgengt frá hollenskum dómstólum. Eftir að staða Spyker hafði hins vegar verið skoðuð betur komust dómstólar í Hollandi að því að ekki hefði verið rétt að lýsa fyrirtækið gjaldþrota og snéru því úrskurðinum við. Þessi ákvörðun breytir að sjálfsögðu öllu fyrir Spyker og nú ætlar fyrirtækið að halda áformum sínum til streitu að setja á markað Spyker B6 Venator bílinn sem fyrirtækið vann að fyrir þessar hremmingar. Er það tiltölulega smár sportbíll á ferð sem höfða á til breiðari hóps viðskiptavina en með fyrri gerðum Spyker bíla. Í áframhaldi verður svo unnið að þróun rafmagnsbíls, en það hefur lengi staðið til hjá Spyker og það í samstarfi við bandarískan rafhlöðuframleiðanda.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður