Mitsubishi og Nissan hætta við samstarf Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2015 08:45 Mitsubishi Outlander PHEV. Til stóð hjá Mitsubishi og Nissan að framleiða saman að minnsta kosti einn fólksbíl í D-stærðarflokki, en nú hefur verið hætt við þau áform. Ekki liggur ljóst fyrir hvað varð til þess að þessi áform voru lögð til hliðar. Viðræður á milli fyrirtækjanna voru komnar lengra en með framleiðslu á þessum frekar stóra fólksbíls, heldur einnig bíls í C-stærðarflokki, sem og smáum rafmagnsbíl fyrir Japansmarkað. Ekki verður af neinum þessara bíla. Meiningin var að framleiða þessa bíla í verksmiðju Nissan-Renault í Busan í S-Kóreu. Þessi stefnubreyting gerir það þó ekki að verkum að nýir bílar komi á næstunni frá Mitsubishi, en brátt er von á nýjum Mirage og uppfærðir Outlander og Lancer koma á næsta ári. Hvort þessi ákvörðun nú tengist óvæntum og góðum árangri Mitsubishi á síðasta ári er ekki ljóst, en Mitsubishi seldi til dæmis 24,8% fleiri bíla í Bandaríkjunum í fyrra en ári fyrr. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður
Til stóð hjá Mitsubishi og Nissan að framleiða saman að minnsta kosti einn fólksbíl í D-stærðarflokki, en nú hefur verið hætt við þau áform. Ekki liggur ljóst fyrir hvað varð til þess að þessi áform voru lögð til hliðar. Viðræður á milli fyrirtækjanna voru komnar lengra en með framleiðslu á þessum frekar stóra fólksbíls, heldur einnig bíls í C-stærðarflokki, sem og smáum rafmagnsbíl fyrir Japansmarkað. Ekki verður af neinum þessara bíla. Meiningin var að framleiða þessa bíla í verksmiðju Nissan-Renault í Busan í S-Kóreu. Þessi stefnubreyting gerir það þó ekki að verkum að nýir bílar komi á næstunni frá Mitsubishi, en brátt er von á nýjum Mirage og uppfærðir Outlander og Lancer koma á næsta ári. Hvort þessi ákvörðun nú tengist óvæntum og góðum árangri Mitsubishi á síðasta ári er ekki ljóst, en Mitsubishi seldi til dæmis 24,8% fleiri bíla í Bandaríkjunum í fyrra en ári fyrr.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður