McLaren endurnýjar kynnin við Honda Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2015 16:30 Formúlu 1 keppnisbíll McLaren. Árangur McLaren liðsins í Formúlu 1 hefur ekki talist góður að undanförnu, en þetta sigursæla lið endaði aðeins í fimmta sæti á síðasta keppnistímabili. McLaren státar af 12 titlum ökumanna, 8 titlum sem bílasmiðir og 182 sigrum í einstökum keppnum Formúlu 1, engum þó frá 2012. Því ættu aðdáendur liðsins að kætast við nýjustu fréttir úr herbúðum liðsins, en það hefur endurnýjað kynnin við Honda. Á næsta keppnistímabili verður semsagt Honda vél í bílum McLaren, í fyrsta sinni í 23 ár. McLaren verður eina liðið sem verður með vél frá Honda en nafn hennar er RA615H og er forþjöppudrifin. Hin nýja vél Honda er vonandi nægilega öflug til að verma Mercedes Benz liðinu undir uggum en það lið drottnaði yfir keppninni á síðasta ári. Það er þó ekki bara vélin sem verður ný af nálinni hjá McLaren, en bíll McLaren fær nýja trjónu og nýja fjöðrun og afturendinn verður ekki eins breiður og í fyrra. Einnig verður bíllinn öðruvísi málaður og fær margar nýjar auglýsingar, meðal annars frá Mobil 1, SAP, Tag Heuer, Johnnie Walker, Hilton, CNN og KPMG, auk þess sem auðvitað verður auglýsing frá Honda. Ökumenn McLaren á komandi keppnistímabili verða Fernando Alonso og Jenson Button. Formúla Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Árangur McLaren liðsins í Formúlu 1 hefur ekki talist góður að undanförnu, en þetta sigursæla lið endaði aðeins í fimmta sæti á síðasta keppnistímabili. McLaren státar af 12 titlum ökumanna, 8 titlum sem bílasmiðir og 182 sigrum í einstökum keppnum Formúlu 1, engum þó frá 2012. Því ættu aðdáendur liðsins að kætast við nýjustu fréttir úr herbúðum liðsins, en það hefur endurnýjað kynnin við Honda. Á næsta keppnistímabili verður semsagt Honda vél í bílum McLaren, í fyrsta sinni í 23 ár. McLaren verður eina liðið sem verður með vél frá Honda en nafn hennar er RA615H og er forþjöppudrifin. Hin nýja vél Honda er vonandi nægilega öflug til að verma Mercedes Benz liðinu undir uggum en það lið drottnaði yfir keppninni á síðasta ári. Það er þó ekki bara vélin sem verður ný af nálinni hjá McLaren, en bíll McLaren fær nýja trjónu og nýja fjöðrun og afturendinn verður ekki eins breiður og í fyrra. Einnig verður bíllinn öðruvísi málaður og fær margar nýjar auglýsingar, meðal annars frá Mobil 1, SAP, Tag Heuer, Johnnie Walker, Hilton, CNN og KPMG, auk þess sem auðvitað verður auglýsing frá Honda. Ökumenn McLaren á komandi keppnistímabili verða Fernando Alonso og Jenson Button.
Formúla Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira