Nýr Mitsubishi Pajero í Chicago Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2015 12:15 Svona gæti nýr Mitsubishi Pajero litið út. Nokkuð mjúkar línur hér á ferð. Mitsuhishi Pajero hefur verið óbreyttur frá árinu 2006, en fáir bílar í dag eru 9 ára gömul hönnun. Því er alveg kominn tími á nýja kynslóð Pajero og hana ætlar Mitsubishi að kynna á bílasýningu í Chicago sem hefst eftir fáeinar vikur. Nýr Pajero mun bjóðast sem Plug-In-Hybrid bíll, en ekki er fullljóst hvort svo verður strax og sala þessarar nýju kynslóðar bílsins hefst. Það gæti talist einkennilegt að Mitsubishi velji bílasýningu í Bandaríkjunum til að sýna þessa nýju kynslóð Pajero þar sem hann hefur ekki verið í sölu þarlendis frá árinu 2005. Líklega gefur því staðarvalið til kynna að sala Pajero muni aftur hefjast þar vestra með tilkomu þessa nýja bíls. Mitsubishi ætlar ekki að láta duga að kynna nýjan Pajero heldur verður einnig kynntur í Chicago nýr jepplingur sem byggir á hugmyndabílnum GC-PHEV concept sem sýndur var á bílasýningunni í Tokýó árið 2013. Líklega verður það endanleg framleiðsluútfærsla bílsins sem verður til sýnis í Chicago. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent
Mitsuhishi Pajero hefur verið óbreyttur frá árinu 2006, en fáir bílar í dag eru 9 ára gömul hönnun. Því er alveg kominn tími á nýja kynslóð Pajero og hana ætlar Mitsubishi að kynna á bílasýningu í Chicago sem hefst eftir fáeinar vikur. Nýr Pajero mun bjóðast sem Plug-In-Hybrid bíll, en ekki er fullljóst hvort svo verður strax og sala þessarar nýju kynslóðar bílsins hefst. Það gæti talist einkennilegt að Mitsubishi velji bílasýningu í Bandaríkjunum til að sýna þessa nýju kynslóð Pajero þar sem hann hefur ekki verið í sölu þarlendis frá árinu 2005. Líklega gefur því staðarvalið til kynna að sala Pajero muni aftur hefjast þar vestra með tilkomu þessa nýja bíls. Mitsubishi ætlar ekki að láta duga að kynna nýjan Pajero heldur verður einnig kynntur í Chicago nýr jepplingur sem byggir á hugmyndabílnum GC-PHEV concept sem sýndur var á bílasýningunni í Tokýó árið 2013. Líklega verður það endanleg framleiðsluútfærsla bílsins sem verður til sýnis í Chicago.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent