Olíuverð tekur kipp: 20 prósenta hækkun á þremur dögum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. febrúar 2015 00:01 Síðastliðinn föstudag voru óvenju fáir olíuborpallar virkir við strendur Bandaríkjanna. Vísir/Getty Images Eftir margra mánaða verðfall á olíu hefur verðið hækkað stöðugt síðust þrjá viðskiptadaga á mörkuðum. Hækkunin hefur verið meira 20 prósent, samkvæmt Bloomberg Business. Síðastliðinn föstudag var verðið á tunnu af olíu 44 dalir en í gær, þriðjudag var það komið í 54 dali á tunnuna. Margar kenningar eru uppi um ástæður hækkunarinnar. Þar á meðal sú að minnkandi framleiðsla setji þrýsting á verðhækkanir, en síðastliðinn föstudag voru óvenju fáir olíuborpallar virkir við strendur Bandaríkjanna. Lækkandi olíuverð hefur haft gríðarleg áhrif á verðlag um allan heim, þar á meðal á Íslandi. Verðbólga hefur ekki mælst minni um allnokkurt skeið hér á landi og er einn af stærstu áhrifaþáttunum verðlækkun á eldsneyti. Í síðustu birtu tölum Hagstofunnar um þróun vísitölu neysluverðs kom fram að olíuverð hér á landi lækkaði um ellefu prósent í janúar og að lækkunin hafi verið næst stærsti áhrifaþáttur á verðbólguna til lækkunar. Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Eftir margra mánaða verðfall á olíu hefur verðið hækkað stöðugt síðust þrjá viðskiptadaga á mörkuðum. Hækkunin hefur verið meira 20 prósent, samkvæmt Bloomberg Business. Síðastliðinn föstudag var verðið á tunnu af olíu 44 dalir en í gær, þriðjudag var það komið í 54 dali á tunnuna. Margar kenningar eru uppi um ástæður hækkunarinnar. Þar á meðal sú að minnkandi framleiðsla setji þrýsting á verðhækkanir, en síðastliðinn föstudag voru óvenju fáir olíuborpallar virkir við strendur Bandaríkjanna. Lækkandi olíuverð hefur haft gríðarleg áhrif á verðlag um allan heim, þar á meðal á Íslandi. Verðbólga hefur ekki mælst minni um allnokkurt skeið hér á landi og er einn af stærstu áhrifaþáttunum verðlækkun á eldsneyti. Í síðustu birtu tölum Hagstofunnar um þróun vísitölu neysluverðs kom fram að olíuverð hér á landi lækkaði um ellefu prósent í janúar og að lækkunin hafi verið næst stærsti áhrifaþáttur á verðbólguna til lækkunar.
Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira