Mannskætt flugslys í höfuðborg Taívan Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2015 12:45 Fimmtíu og átta voru um borð í vélinni sem er af gerðinni ATR-72. vísir/afp Að minnsta kosti 31 eru látnir og óttast er um átján til viðbótar eftir að farþegaflugvél TransAsia Airways hrapaði í á í Taípei, höfuðborg Taívans, í nótt. Það sem við vitum:31 er látinn og fimmtán slasaðir. Samkvæmt nýjustu fréttum er tólf enn saknað.Myndir náðust af vélinni rétt áður en hún skall með vænginn á brú og hafnaði í Keelung ánni.58 voru um borð í vélinni sem er af gerðinni ATR-72 - 51 fullorðinn, tvö börn og fimm áhafnarmeðlimir.Vélin var nýtekin á loft frá Songshan flugvelli í Taípei og var á leið til Kinmen-eyja, eyjaklasa undan strönd kínversku borgarinnar Xiamen í suðausturhluta landsins. Vélin var búin að vera fjórar mínútur á lofti áður en hún hrapaði.Flugturn missti sambandi við vélina klukkan 10:55 á staðartíma eða klukkan 2:55 í nótt.Vélin náði mest 1.350 feta hæð (411 metrar) áður en hún missti hæð.Að sögn News Asia eru flugritar vélarinnar fundnir.Að sögn taívanskra yfirvalda voru 31 farþegi kínverskir ferðamenn, ýmist frá Taívan eða meginlandi Kína.Flugnúmer vélarinnar var GE235. Flugvélin var einungis níu mánaða gömul og síðast skoðuð 26. janúar.Líklegt er talið að vélarbilun hafi orsakað slysið.Kvöld er nú skollið á í Taíwan en björgunaraðgerðir standa enn.Á myndböndum frá vettvangi má sjá hvernig flugmaður vélarinnar nær að sveigja frá brúni og brotlenda út í ána. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni sést hvernig vélin rekst á leigubíl rétt áður en hún fer út í ánna. Enginn slasaðist í bílnum en eins og sjá má, mátti ekki miklu muna. „Mayday, mayday, vélin brennur“ eiga að hafa veirð síðustu orð flugstjórans til flugumferðarstjóra áður en hann reyndi að snúa vélinni við til að lenda aftur á flugbrautinni. Á sjónvarpsmyndum má sjá hvernig björgunarsveitir á bátum heyja örvæntingarfulla baráttu að ná farþegum út úr braki vélarinnar. Reyna þeir að ná farþegunum út með reipum. Einnig má sjá hvernig nokkrir farþeganna synda í land. „Þetta lítur ekki vel út. Þeir farþegar sem sátu fremst í vélinni hafa líklegast farist,“ segir Wu Jun-Hung, talsmaður slökkviliðs og björgaraðgerða í Taípei, í samtali við AP. Á myndunum má einnig sjá að vélin var mjög nærri því að skella á nokkur íbúðahús, en svo virðist sem hafi tekist að koma í veg fyrir enn frekari slys með því að stýra vélinni ofan í ána.vísir/afpStaðreyndir um TransAsia AirwaysFlugfélagið var stofnað árið 1951 og var fyrsta einkarekna flugfélagið sem var stofnað í Taívan í kjölfar borgarastyrjaldarinnar við kínverska kommúnistaflokkinn.Félagið býr yfir flugvélaflota með ellefu ATR-72 vélum og ellefu Airbus A320, A321 og A330.Í desember 2002 hrapaði fraktflugvél TransAsia á leið til Macao. Slysið var rakið til ísingar og fórust báðir flugmenn vélarinnar sem var af gerðinni ATR-72.Í mars 2003 slösuðust tveir þegar Airbus A321 vél TransAsia rakst á vörubíl á Tainan-flugvelli.Í júlí 2014 létust 48 af 58 farþegum ATR 72-600 vélar TransAsia sem brotlenti í Taívan.Heimildir: NRK, DPA, Airfleets.netvísir/afpStaðreyndir um flugvélagerðina ATR 72-600.Síðustu tuttugu árin hafa ólíkar gerðir af ATR 72 átt þátt í fjórtán flugslysum hið minnsta. Nærri 300 manns hafa samtals látist í þeim slysum.31. október 1994 hrapaði 72-212 vél American Eagle í Indiana-ríki vegna íss. Allir 68 sem voru um borð fórust.16. október 2013 hrapaði 72-600 Lao Airlines í Mekong-fljót skömmu fyrir áætlaða lendingu. Allir 49 um borð létust.23. júlí 2014 hrapaði önnur ATR 72-600 vél TransAsia Airways á Taívan. 48 af 58 farþegum vélarinnar fórust.ATR er flugvélagerð unnin af Airbus og hinu ítalska Alenia Aermacchi. Vélarnar eru notaðar í innanlandsflugi fjölmargra flugfélaga víðs vegar um heim. Flugher Tyrklands og Pakistans notast einnig við vélina.Vélin er 27,2 metrar á lengd og með 27,1 metra vænghaf.Heimildir: NRK, DPA, Reuters og NTB.vísir/afpChen Xinde, forstjóri TransAsia, baðst á fréttamannafundi afsökunar á slysinu og sagði að starfsmenn flugfélagsins myndu rannsaka allar ATR-72 vélar félagsins. Ekki er langt síðan vél flugfélagsins af sömu gerð hrapaði í Taívan þar sem 48 manns fórust. Forstjórinn sagði félagið ætla að bíða leiðbeininga og tilmæla frá Flugmálaeftirlitinu áður en ákveðið verður að leggja öllum vélum flugfélagisins. Vefsíðan flightglobal.com greinir frá því að á sama fréttamannafundi var greint frá því að bilun hafi nýlega komið upp í vinstri hreyfli vélarinnar, sem hafi verið lagaður í Macau. Flugmaður GE235, Liaojian Zong, var með nærri 5.000 flugtíma reynslu. Auk Zong voru tveir reyndir flugmenn í flugstjórnarklefa vélarinnar. Dagblaðið Apple Daily hefur rætt við lækninn sem hlúði að manninum sem ók leigubílnum sem flugvélin rakst í, skömmu áður en hún brotlenti í ánni. „Það leið yfir mig um leið og vélin rakst í bílinn,“ á leigubílstjórinn að hafa sagt við lækninn. Bílstjórinn, sem kallaður er Zhou, er enn á sjúkrahúsinu og segir læknir hans að honum sé mikið brugðið. Þá á hann að hafa fundið fyrir miklum sársauka í augum. Undir kvöld í Taívan var unnið að því að hífa skrokk vélarinnar upp úr ánni.vísir/afpVísir/EPA. UPDATE: 19 dead, 15 injured, 24 awaiting rescue in #TransAsia #GE235 crash http://t.co/Yd3N8HTCyb (Pic: Weibo) pic.twitter.com/4m7hoielgG— Channel NewsAsia (@ChannelNewsAsia) February 4, 2015 #TransAsia #GE235: Taiwan military to help in search and rescue efforts, reports @Reuters http://t.co/Yd3N8HTCyb pic.twitter.com/E7s0oq7ZQn— Channel NewsAsia (@ChannelNewsAsia) February 4, 2015 Map from @AFP showing where #TransAsia #GE235 crashed in Keelung River in Taipei http://t.co/Yd3N8HTCyb pic.twitter.com/BxIDjzkQz2— Channel NewsAsia (@ChannelNewsAsia) February 4, 2015 "We want to apologise again. We are very sorry": #TransAsia CEO Peter Chen http://t.co/Yd3N8HTCyb pic.twitter.com/8b3SIa8NMW— Channel NewsAsia (@ChannelNewsAsia) February 4, 2015 #TransAsia #GE235 #crash: rescue efforts continue into evening updates of the situation: http://t.co/oSSt63nbOl pic.twitter.com/5cwBJEIsfT— Focus Taiwan (@Focus_Taiwan) February 4, 2015 Photo of the cab hit as #GE235 flew over the freeway... very lucky http://t.co/pdjS4gPCmZ pic.twitter.com/TMOGmT0e5g— Airline Reporter (@AirlineReporter) February 4, 2015 Taiwan deploys M3 amphibious bridging system in the recovery of #GE235 pic.twitter.com/pPayI0QRsP— Alert 5 (@alert5) February 4, 2015 RT @BBCNewsAsia For more #TransAsia updates - Subscribe to our Twitter list here: http://t.co/W9Krnn0Iep pic.twitter.com/Lej55LrA7s #ViscountMFB— Viscount MFB (@viscountmfb) February 4, 2015 Tækni Tengdar fréttir Árið 2014 langt frá því versta í flugsögunni Fleiri hundruð manns hafa látið lífið í flugslysum það sem af er ári, en 2014 er þó langt frá því að vera það mannskæðasta í flugsögunni. 29. júlí 2014 14:45 Færri flugslys á árinu en margfalt fleiri látnir 1.320 manns hafa látið lífið í flugslysum á árinu. 30. desember 2014 13:51 Tugir sagðir látnir í flugslysi í Taívan Flugvélin brotlenti í þorpi í grennd við flugvöll á Penghu eyju. 23. júlí 2014 13:56 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Að minnsta kosti 31 eru látnir og óttast er um átján til viðbótar eftir að farþegaflugvél TransAsia Airways hrapaði í á í Taípei, höfuðborg Taívans, í nótt. Það sem við vitum:31 er látinn og fimmtán slasaðir. Samkvæmt nýjustu fréttum er tólf enn saknað.Myndir náðust af vélinni rétt áður en hún skall með vænginn á brú og hafnaði í Keelung ánni.58 voru um borð í vélinni sem er af gerðinni ATR-72 - 51 fullorðinn, tvö börn og fimm áhafnarmeðlimir.Vélin var nýtekin á loft frá Songshan flugvelli í Taípei og var á leið til Kinmen-eyja, eyjaklasa undan strönd kínversku borgarinnar Xiamen í suðausturhluta landsins. Vélin var búin að vera fjórar mínútur á lofti áður en hún hrapaði.Flugturn missti sambandi við vélina klukkan 10:55 á staðartíma eða klukkan 2:55 í nótt.Vélin náði mest 1.350 feta hæð (411 metrar) áður en hún missti hæð.Að sögn News Asia eru flugritar vélarinnar fundnir.Að sögn taívanskra yfirvalda voru 31 farþegi kínverskir ferðamenn, ýmist frá Taívan eða meginlandi Kína.Flugnúmer vélarinnar var GE235. Flugvélin var einungis níu mánaða gömul og síðast skoðuð 26. janúar.Líklegt er talið að vélarbilun hafi orsakað slysið.Kvöld er nú skollið á í Taíwan en björgunaraðgerðir standa enn.Á myndböndum frá vettvangi má sjá hvernig flugmaður vélarinnar nær að sveigja frá brúni og brotlenda út í ána. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni sést hvernig vélin rekst á leigubíl rétt áður en hún fer út í ánna. Enginn slasaðist í bílnum en eins og sjá má, mátti ekki miklu muna. „Mayday, mayday, vélin brennur“ eiga að hafa veirð síðustu orð flugstjórans til flugumferðarstjóra áður en hann reyndi að snúa vélinni við til að lenda aftur á flugbrautinni. Á sjónvarpsmyndum má sjá hvernig björgunarsveitir á bátum heyja örvæntingarfulla baráttu að ná farþegum út úr braki vélarinnar. Reyna þeir að ná farþegunum út með reipum. Einnig má sjá hvernig nokkrir farþeganna synda í land. „Þetta lítur ekki vel út. Þeir farþegar sem sátu fremst í vélinni hafa líklegast farist,“ segir Wu Jun-Hung, talsmaður slökkviliðs og björgaraðgerða í Taípei, í samtali við AP. Á myndunum má einnig sjá að vélin var mjög nærri því að skella á nokkur íbúðahús, en svo virðist sem hafi tekist að koma í veg fyrir enn frekari slys með því að stýra vélinni ofan í ána.vísir/afpStaðreyndir um TransAsia AirwaysFlugfélagið var stofnað árið 1951 og var fyrsta einkarekna flugfélagið sem var stofnað í Taívan í kjölfar borgarastyrjaldarinnar við kínverska kommúnistaflokkinn.Félagið býr yfir flugvélaflota með ellefu ATR-72 vélum og ellefu Airbus A320, A321 og A330.Í desember 2002 hrapaði fraktflugvél TransAsia á leið til Macao. Slysið var rakið til ísingar og fórust báðir flugmenn vélarinnar sem var af gerðinni ATR-72.Í mars 2003 slösuðust tveir þegar Airbus A321 vél TransAsia rakst á vörubíl á Tainan-flugvelli.Í júlí 2014 létust 48 af 58 farþegum ATR 72-600 vélar TransAsia sem brotlenti í Taívan.Heimildir: NRK, DPA, Airfleets.netvísir/afpStaðreyndir um flugvélagerðina ATR 72-600.Síðustu tuttugu árin hafa ólíkar gerðir af ATR 72 átt þátt í fjórtán flugslysum hið minnsta. Nærri 300 manns hafa samtals látist í þeim slysum.31. október 1994 hrapaði 72-212 vél American Eagle í Indiana-ríki vegna íss. Allir 68 sem voru um borð fórust.16. október 2013 hrapaði 72-600 Lao Airlines í Mekong-fljót skömmu fyrir áætlaða lendingu. Allir 49 um borð létust.23. júlí 2014 hrapaði önnur ATR 72-600 vél TransAsia Airways á Taívan. 48 af 58 farþegum vélarinnar fórust.ATR er flugvélagerð unnin af Airbus og hinu ítalska Alenia Aermacchi. Vélarnar eru notaðar í innanlandsflugi fjölmargra flugfélaga víðs vegar um heim. Flugher Tyrklands og Pakistans notast einnig við vélina.Vélin er 27,2 metrar á lengd og með 27,1 metra vænghaf.Heimildir: NRK, DPA, Reuters og NTB.vísir/afpChen Xinde, forstjóri TransAsia, baðst á fréttamannafundi afsökunar á slysinu og sagði að starfsmenn flugfélagsins myndu rannsaka allar ATR-72 vélar félagsins. Ekki er langt síðan vél flugfélagsins af sömu gerð hrapaði í Taívan þar sem 48 manns fórust. Forstjórinn sagði félagið ætla að bíða leiðbeininga og tilmæla frá Flugmálaeftirlitinu áður en ákveðið verður að leggja öllum vélum flugfélagisins. Vefsíðan flightglobal.com greinir frá því að á sama fréttamannafundi var greint frá því að bilun hafi nýlega komið upp í vinstri hreyfli vélarinnar, sem hafi verið lagaður í Macau. Flugmaður GE235, Liaojian Zong, var með nærri 5.000 flugtíma reynslu. Auk Zong voru tveir reyndir flugmenn í flugstjórnarklefa vélarinnar. Dagblaðið Apple Daily hefur rætt við lækninn sem hlúði að manninum sem ók leigubílnum sem flugvélin rakst í, skömmu áður en hún brotlenti í ánni. „Það leið yfir mig um leið og vélin rakst í bílinn,“ á leigubílstjórinn að hafa sagt við lækninn. Bílstjórinn, sem kallaður er Zhou, er enn á sjúkrahúsinu og segir læknir hans að honum sé mikið brugðið. Þá á hann að hafa fundið fyrir miklum sársauka í augum. Undir kvöld í Taívan var unnið að því að hífa skrokk vélarinnar upp úr ánni.vísir/afpVísir/EPA. UPDATE: 19 dead, 15 injured, 24 awaiting rescue in #TransAsia #GE235 crash http://t.co/Yd3N8HTCyb (Pic: Weibo) pic.twitter.com/4m7hoielgG— Channel NewsAsia (@ChannelNewsAsia) February 4, 2015 #TransAsia #GE235: Taiwan military to help in search and rescue efforts, reports @Reuters http://t.co/Yd3N8HTCyb pic.twitter.com/E7s0oq7ZQn— Channel NewsAsia (@ChannelNewsAsia) February 4, 2015 Map from @AFP showing where #TransAsia #GE235 crashed in Keelung River in Taipei http://t.co/Yd3N8HTCyb pic.twitter.com/BxIDjzkQz2— Channel NewsAsia (@ChannelNewsAsia) February 4, 2015 "We want to apologise again. We are very sorry": #TransAsia CEO Peter Chen http://t.co/Yd3N8HTCyb pic.twitter.com/8b3SIa8NMW— Channel NewsAsia (@ChannelNewsAsia) February 4, 2015 #TransAsia #GE235 #crash: rescue efforts continue into evening updates of the situation: http://t.co/oSSt63nbOl pic.twitter.com/5cwBJEIsfT— Focus Taiwan (@Focus_Taiwan) February 4, 2015 Photo of the cab hit as #GE235 flew over the freeway... very lucky http://t.co/pdjS4gPCmZ pic.twitter.com/TMOGmT0e5g— Airline Reporter (@AirlineReporter) February 4, 2015 Taiwan deploys M3 amphibious bridging system in the recovery of #GE235 pic.twitter.com/pPayI0QRsP— Alert 5 (@alert5) February 4, 2015 RT @BBCNewsAsia For more #TransAsia updates - Subscribe to our Twitter list here: http://t.co/W9Krnn0Iep pic.twitter.com/Lej55LrA7s #ViscountMFB— Viscount MFB (@viscountmfb) February 4, 2015
Tækni Tengdar fréttir Árið 2014 langt frá því versta í flugsögunni Fleiri hundruð manns hafa látið lífið í flugslysum það sem af er ári, en 2014 er þó langt frá því að vera það mannskæðasta í flugsögunni. 29. júlí 2014 14:45 Færri flugslys á árinu en margfalt fleiri látnir 1.320 manns hafa látið lífið í flugslysum á árinu. 30. desember 2014 13:51 Tugir sagðir látnir í flugslysi í Taívan Flugvélin brotlenti í þorpi í grennd við flugvöll á Penghu eyju. 23. júlí 2014 13:56 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Árið 2014 langt frá því versta í flugsögunni Fleiri hundruð manns hafa látið lífið í flugslysum það sem af er ári, en 2014 er þó langt frá því að vera það mannskæðasta í flugsögunni. 29. júlí 2014 14:45
Færri flugslys á árinu en margfalt fleiri látnir 1.320 manns hafa látið lífið í flugslysum á árinu. 30. desember 2014 13:51
Tugir sagðir látnir í flugslysi í Taívan Flugvélin brotlenti í þorpi í grennd við flugvöll á Penghu eyju. 23. júlí 2014 13:56