Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fram 34-17 | Framarar niðurlægðir í Vodafone höllinni Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 4. febrúar 2015 12:55 Guðmundur Hólmar Helgason brýst í gegnum vörn Vals í kvöld. Vísir/ernir Valur vann öruggan 34-17 sigur á Fram í Olís deild karla í handbolta í kvöld á heimavelli. Það var lítil spenna í leiknum. Það tók Fram rúmar 9 mínútur að skora sitt fyrsta mark og þrátt fyrir að Valsmenn hafi einnig verið hægir í gang var munurinn þó fljótt þrjú mörk. Sóknarleikur Fram var mjög slakur og hreint ekki boðlegur á löngum köflum. Varnarleikurinn sem hefur verið aðall liðsins náði sér engan vegin á strik og því átti Valur í raun aldrei í vandræðum í leiknum. Átta mörkum munaði í hálfleik 15-7 og gaf Valur ekkert eftir í seinni hálfleikur heldur jók muninn og sá til þess að Fram kæmist aldrei inn í leikinn. Það tók Valsmenn nokkrar mínútur að spila sig í gang en eftir að liðið gerði það var aldrei spurning hvernig leikurinn færi. Liðið átti þó mjög auðveldan dag því Framliðið var nokkrum númerum of slakt í leiknum en það skal ekkert tekið af liðið Vals. Liðið lék mjög og hætti aldrei þó sigurinn væri í höfn snemma í seinni hálfleik. Valsvörnin var sterk gegn arfa slakri sókn Fram og átti Valur í engum vandræðum með að skapa sér færi í leiknum og þá skipti engu máli hvort liðið væri fullskipað eða einum til tveimur leikmönnum færri. Liðið komst alltaf í færi. Valur er á toppi deildarinnar, tveimur stigum á undan ÍR sem á leik til góða. Fram er í bullandi fallbaráttu og verður það ef mark er takandi á leik liðsins í kvöld.Elvar Friðriksson brýst í gegn.vísir/ernirOrri: Ákveðnir að setja í fluggír „Við vissum að þetta gæti dottið svona í dag og vorum ákveðnir að mæta band brjálaðir til leiks,“ sagði Orri Freyr Gíslason línumaður og varnatröll Vals. „Við spiluðum fjóra æfingaleiki í janúar sem við vorum ekki nógu sáttir með og því vorum við ákveðnir að setja í fluggír í dag og vera tilbúnir fyrir sunnudaginn. Það er stórleikur þá, átta lið úrslit í bikarnum. „Við vorum með örugga forystu í hálfleik og vinnum seinni hálfleikinn líka mjög sannfærandi. Ég er mjög ánægður með enda ákváðum við að gefa ekkert eftir. Við höfum átt það til í vetur að gefa eftir í seinni hálfleik. „Það er léttara að halda dampi þegar maður er með breiðan hóp og við sýndum breiddina í hópnum í kvöld. Það voru allir tilbúnir,“ sagði Orri en allir leikmenn Vals skoruðu í leiknum nema Atli Már Báruson. Því var næsta spurning hvort það væri ekki sekt. „Gummi (Guðmundur Hólmar Helgason) er sektarstjóri. Ég þarf að tala við hann. Hann verður örugglega ánægður með þessa hugmynd. Hvað eigum við að segja, 1000 kall? Ég er til í það. „Ég hef svo sem lent í þessu sjálfur þegar maður spilar bara vörnina. Ég stend eiginlega með Atla þarna.“vísir/ernirGuðlaugur: Þú fellur ekki í fyrsta leik eftir frí „Það væri vont að segja að við höfum lagt þetta upp svona. Við spiluðum illa. Við mætum ekki til leiks og hugarfarið er ekki rétt og við erum þannig lið að við þurfum að vinna með hugarfarið númer eitt, tvö og þrjú,“ sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Fram. Það tók Fram níu mínútur að skora fyrsta markið sem gaf tóninn í leiknum. „Þessar fyrstu níu mínútur vorum við ekki að fá mikið af mörkum á okkur heldur. Við höldum þeim þar og fáum ágætis færi en sækjum ekki á þá sóknarlega. Svo þegar við erum fjórum mörkum undir í fyrri hálfleik þá erum við að hraðaupphlaup og dauðafæri sem við erum að klikka á. „Þetta hefur verið sagan hjá okkur í vetur og við þurfum að rífa okkur upp. Við vissum að það yrði erfitt að koma hingað en ég vonaði að við myndum sýna betri baráttu en þetta. „Því miður þá gefast menn upp í seinni hálfleik og það er eitthvað sem við viljum ekki standa fyrir. Við töluðum um það í háfleik að koma inn í seinni hálfleikinn og vinna fyrir okkur og í okkar málum. Því miður erum við of mikið að benda á hvern annan og enginn þorir að taka almennilega á skarið. „Við vinnum úr þessu eins og við höfum gert. Við höfum lent í svona krísum áður og við vinnum bara eftir okkar plani og mætum galvaskir á æfingu á morgun og ræðum þetta og leysum úr þessu og svo er annar leikur í næstu viku. Það er ljóst að þú fellur ekki í fyrsta leik eftir frí,“ sagði Guðlaugur. Olís-deild karla Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Valur vann öruggan 34-17 sigur á Fram í Olís deild karla í handbolta í kvöld á heimavelli. Það var lítil spenna í leiknum. Það tók Fram rúmar 9 mínútur að skora sitt fyrsta mark og þrátt fyrir að Valsmenn hafi einnig verið hægir í gang var munurinn þó fljótt þrjú mörk. Sóknarleikur Fram var mjög slakur og hreint ekki boðlegur á löngum köflum. Varnarleikurinn sem hefur verið aðall liðsins náði sér engan vegin á strik og því átti Valur í raun aldrei í vandræðum í leiknum. Átta mörkum munaði í hálfleik 15-7 og gaf Valur ekkert eftir í seinni hálfleikur heldur jók muninn og sá til þess að Fram kæmist aldrei inn í leikinn. Það tók Valsmenn nokkrar mínútur að spila sig í gang en eftir að liðið gerði það var aldrei spurning hvernig leikurinn færi. Liðið átti þó mjög auðveldan dag því Framliðið var nokkrum númerum of slakt í leiknum en það skal ekkert tekið af liðið Vals. Liðið lék mjög og hætti aldrei þó sigurinn væri í höfn snemma í seinni hálfleik. Valsvörnin var sterk gegn arfa slakri sókn Fram og átti Valur í engum vandræðum með að skapa sér færi í leiknum og þá skipti engu máli hvort liðið væri fullskipað eða einum til tveimur leikmönnum færri. Liðið komst alltaf í færi. Valur er á toppi deildarinnar, tveimur stigum á undan ÍR sem á leik til góða. Fram er í bullandi fallbaráttu og verður það ef mark er takandi á leik liðsins í kvöld.Elvar Friðriksson brýst í gegn.vísir/ernirOrri: Ákveðnir að setja í fluggír „Við vissum að þetta gæti dottið svona í dag og vorum ákveðnir að mæta band brjálaðir til leiks,“ sagði Orri Freyr Gíslason línumaður og varnatröll Vals. „Við spiluðum fjóra æfingaleiki í janúar sem við vorum ekki nógu sáttir með og því vorum við ákveðnir að setja í fluggír í dag og vera tilbúnir fyrir sunnudaginn. Það er stórleikur þá, átta lið úrslit í bikarnum. „Við vorum með örugga forystu í hálfleik og vinnum seinni hálfleikinn líka mjög sannfærandi. Ég er mjög ánægður með enda ákváðum við að gefa ekkert eftir. Við höfum átt það til í vetur að gefa eftir í seinni hálfleik. „Það er léttara að halda dampi þegar maður er með breiðan hóp og við sýndum breiddina í hópnum í kvöld. Það voru allir tilbúnir,“ sagði Orri en allir leikmenn Vals skoruðu í leiknum nema Atli Már Báruson. Því var næsta spurning hvort það væri ekki sekt. „Gummi (Guðmundur Hólmar Helgason) er sektarstjóri. Ég þarf að tala við hann. Hann verður örugglega ánægður með þessa hugmynd. Hvað eigum við að segja, 1000 kall? Ég er til í það. „Ég hef svo sem lent í þessu sjálfur þegar maður spilar bara vörnina. Ég stend eiginlega með Atla þarna.“vísir/ernirGuðlaugur: Þú fellur ekki í fyrsta leik eftir frí „Það væri vont að segja að við höfum lagt þetta upp svona. Við spiluðum illa. Við mætum ekki til leiks og hugarfarið er ekki rétt og við erum þannig lið að við þurfum að vinna með hugarfarið númer eitt, tvö og þrjú,“ sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Fram. Það tók Fram níu mínútur að skora fyrsta markið sem gaf tóninn í leiknum. „Þessar fyrstu níu mínútur vorum við ekki að fá mikið af mörkum á okkur heldur. Við höldum þeim þar og fáum ágætis færi en sækjum ekki á þá sóknarlega. Svo þegar við erum fjórum mörkum undir í fyrri hálfleik þá erum við að hraðaupphlaup og dauðafæri sem við erum að klikka á. „Þetta hefur verið sagan hjá okkur í vetur og við þurfum að rífa okkur upp. Við vissum að það yrði erfitt að koma hingað en ég vonaði að við myndum sýna betri baráttu en þetta. „Því miður þá gefast menn upp í seinni hálfleik og það er eitthvað sem við viljum ekki standa fyrir. Við töluðum um það í háfleik að koma inn í seinni hálfleikinn og vinna fyrir okkur og í okkar málum. Því miður erum við of mikið að benda á hvern annan og enginn þorir að taka almennilega á skarið. „Við vinnum úr þessu eins og við höfum gert. Við höfum lent í svona krísum áður og við vinnum bara eftir okkar plani og mætum galvaskir á æfingu á morgun og ræðum þetta og leysum úr þessu og svo er annar leikur í næstu viku. Það er ljóst að þú fellur ekki í fyrsta leik eftir frí,“ sagði Guðlaugur.
Olís-deild karla Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn