Tsipras þreytir frumraun sína í Brussel Atli ísleifsson skrifar 4. febrúar 2015 13:39 Fundur þeirra Tsipras og Juncker hófst á léttu nótunum. Vísir/AFP Alexis Tsipras, nýr forsætisráðherra Grikklands, fundaði með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB, í dag. Fundur þeirra Tsipras og Juncker hófst á léttu nótunum og hlátrasköllum þegar Juncker tók í hönd Tsipras og leiddi hann inn í fundarherbergið að lokinni myndatöku, líkt og faðir að leiða son sinn fyrsta skóladaginn. Að fundi loknum sagðist Tsipras vera bjartsýnn á að samkomulag myndi nást um endurgreiðslur á 240 milljarða evra björgunarpakka landsins. „Við virðum reglur Evrópusambandsins. Ég er mjög bjartssýnn. Við erum að sjálfsögðu ekki búin að ná samkomulagi en við erum á góðri leið að ná góðum samningum.“ Yanis Varoufakis, nýr fjármálaráðhérra Grikklands, fundaði á sama tíma með seðlabankastjóra Evrópu, Mario Draghi. Fyrir fund sinn greindi Varoufakis frá því í samtali við ítalska blaðið La Repubblica að viðræður væru hafnar milli Grikkja og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að skilmálar um endurgreiðslur á miklum skuldum gríska ríkisins yrði breytt. Auk Tsipras og Varoufakis er nýr varnarmálaráðherra landsins, Panos Kammenos, á ferðinni um Evrópu og fundar í dag með öðrum varnarmálaráðherrum NATO-ríkja í Brussel. Kammenos er leiðtogi hægriöfgaflokksins Sjálfstæðir Grikkir (Anel), sem mynduðu nýja ríkisstjórn ásamt vinstriflokknum Syriza sem vann stórsigur. Sjálfstæðir Grikkir hafa verið harðlega gagnrýndir vegna ummæla fulltrúa þeirra sem talin eru lýsa gyðinga- og múslímahatri. Stærsti flokkurinn á Evrópuþinginu, EPP, vinnur nú að samþykkt ályktunar þar sem flokkurinn er fordæmdur. „Þetta er brjálæðislegt og við verðum að ræða þetta,“ segir leiðtogi þingflokksins, Manfred Weber. Grikkland Tengdar fréttir Tsipras undrandi á velvilja Evrópuríkja Obama Bandaríkjaforseti segir nauðsynlegt að hjálpa Grikkjum til hagvaxtar frekar en að leggja áfram alla áherslu á niðurskurð. Ráðamenn nokkurra Evrópuríkja hafa tekið í sama streng. Fjármálaráðherra Grikklands segist bjartsýnn. 3. febrúar 2015 08:00 Tsipras neitar að leita til Rússlands Gríski forsætisráðherrann ítrekaði jafnframt að stjórnvöld sjái það ekki sem leið úr kreppunni að yfirgefa evrusvæðið. 2. febrúar 2015 11:24 Fullviss um að ná samningum um skuldir Grikklands Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, segir að gríska ríkið muni borga skuldir sínar. 31. janúar 2015 22:46 Kosningarnar í Grikklandi: ESB og Þjóðverjar líti í eigin barm Eiríkur Bergmann Einarsson segir ESB nú þurfa að mæta þeirri staðreynd að eitt af aðildarríkjum hafi slitið sig frá því samkomulagi sem lagt var upp með að bjarga fjármálakerfi álfunnar. 26. janúar 2015 11:52 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira
Alexis Tsipras, nýr forsætisráðherra Grikklands, fundaði með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB, í dag. Fundur þeirra Tsipras og Juncker hófst á léttu nótunum og hlátrasköllum þegar Juncker tók í hönd Tsipras og leiddi hann inn í fundarherbergið að lokinni myndatöku, líkt og faðir að leiða son sinn fyrsta skóladaginn. Að fundi loknum sagðist Tsipras vera bjartsýnn á að samkomulag myndi nást um endurgreiðslur á 240 milljarða evra björgunarpakka landsins. „Við virðum reglur Evrópusambandsins. Ég er mjög bjartssýnn. Við erum að sjálfsögðu ekki búin að ná samkomulagi en við erum á góðri leið að ná góðum samningum.“ Yanis Varoufakis, nýr fjármálaráðhérra Grikklands, fundaði á sama tíma með seðlabankastjóra Evrópu, Mario Draghi. Fyrir fund sinn greindi Varoufakis frá því í samtali við ítalska blaðið La Repubblica að viðræður væru hafnar milli Grikkja og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að skilmálar um endurgreiðslur á miklum skuldum gríska ríkisins yrði breytt. Auk Tsipras og Varoufakis er nýr varnarmálaráðherra landsins, Panos Kammenos, á ferðinni um Evrópu og fundar í dag með öðrum varnarmálaráðherrum NATO-ríkja í Brussel. Kammenos er leiðtogi hægriöfgaflokksins Sjálfstæðir Grikkir (Anel), sem mynduðu nýja ríkisstjórn ásamt vinstriflokknum Syriza sem vann stórsigur. Sjálfstæðir Grikkir hafa verið harðlega gagnrýndir vegna ummæla fulltrúa þeirra sem talin eru lýsa gyðinga- og múslímahatri. Stærsti flokkurinn á Evrópuþinginu, EPP, vinnur nú að samþykkt ályktunar þar sem flokkurinn er fordæmdur. „Þetta er brjálæðislegt og við verðum að ræða þetta,“ segir leiðtogi þingflokksins, Manfred Weber.
Grikkland Tengdar fréttir Tsipras undrandi á velvilja Evrópuríkja Obama Bandaríkjaforseti segir nauðsynlegt að hjálpa Grikkjum til hagvaxtar frekar en að leggja áfram alla áherslu á niðurskurð. Ráðamenn nokkurra Evrópuríkja hafa tekið í sama streng. Fjármálaráðherra Grikklands segist bjartsýnn. 3. febrúar 2015 08:00 Tsipras neitar að leita til Rússlands Gríski forsætisráðherrann ítrekaði jafnframt að stjórnvöld sjái það ekki sem leið úr kreppunni að yfirgefa evrusvæðið. 2. febrúar 2015 11:24 Fullviss um að ná samningum um skuldir Grikklands Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, segir að gríska ríkið muni borga skuldir sínar. 31. janúar 2015 22:46 Kosningarnar í Grikklandi: ESB og Þjóðverjar líti í eigin barm Eiríkur Bergmann Einarsson segir ESB nú þurfa að mæta þeirri staðreynd að eitt af aðildarríkjum hafi slitið sig frá því samkomulagi sem lagt var upp með að bjarga fjármálakerfi álfunnar. 26. janúar 2015 11:52 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira
Tsipras undrandi á velvilja Evrópuríkja Obama Bandaríkjaforseti segir nauðsynlegt að hjálpa Grikkjum til hagvaxtar frekar en að leggja áfram alla áherslu á niðurskurð. Ráðamenn nokkurra Evrópuríkja hafa tekið í sama streng. Fjármálaráðherra Grikklands segist bjartsýnn. 3. febrúar 2015 08:00
Tsipras neitar að leita til Rússlands Gríski forsætisráðherrann ítrekaði jafnframt að stjórnvöld sjái það ekki sem leið úr kreppunni að yfirgefa evrusvæðið. 2. febrúar 2015 11:24
Fullviss um að ná samningum um skuldir Grikklands Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, segir að gríska ríkið muni borga skuldir sínar. 31. janúar 2015 22:46
Kosningarnar í Grikklandi: ESB og Þjóðverjar líti í eigin barm Eiríkur Bergmann Einarsson segir ESB nú þurfa að mæta þeirri staðreynd að eitt af aðildarríkjum hafi slitið sig frá því samkomulagi sem lagt var upp með að bjarga fjármálakerfi álfunnar. 26. janúar 2015 11:52