Skemmtikvöld á morgun hjá SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 5. febrúar 2015 09:11 Þorsteinn Stefánsson með stórfisk úr Varmá Félagsmenn og aðrir veiðimenn taki því gjarnan fagnandi þegar skemmtikvöldin fara í gang eftir jólahátíðarnar og nú er einmitt komið að fyrsta skemmtikvöldinu á þessu ári. Kvöldið byrjar stundvíslega klukkan 20:11 í salarkynnum SVFR við Rafstöðvarveg 14 en engin sérstök skýring liggur fyrir á þessari sérstöku tímasetningu sem er nokkuð sérstök eins og gefur að skilja. Meðal þess sem verður í boði á kvöldinu er veiðistaðalýsing á Haukadalsá en hún er ný í flóru félagsins og hafa félagsmenn tekið henni fagnandi eftir að Laxá í Dölum fór frá SVFR. Þorsteinn Stefánsson verður með veiðistaðalýsingu úr Varmá en Þorsteinn þekkir ánna vel og það eru fáir sem hafa náð jafnmörgum stórfiskum úr henni og hann síðustu ár. Þeir sem vilja kynnast Varmá betur ættu klárlega að mæta þó ekki nema til að fá þennan fyrirlestur. Meðal þeirra sem taka til máls er goðsögnin Jón Skelfir en það mun ekki vera tekið sérstaklega fram hvar á veiðisviðinu hans umræða mun leiða gesti kvöldsins en miðað við fyrri skipti þegar Jón tekur til máls verður líklega hlegið nokkuð mikið. Alir félagsmenn SVFR eru hvattir til að mæta á þetta skemmtilega kvöld sem og aðrir áhugamenn og konur um stangveiði. Stangveiði Mest lesið Lítið að gerast í Stóru Laxá Veiði Líflegur markaður með villibráð Veiði Þegar stóru hængarnir fara á stjá Veiði Henrik Mortensen snýr aftur með kastnámskeið Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Brúará er komin í gang Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Af góðum árum, vondum árum og meðaltölum í laxveiði Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði
Félagsmenn og aðrir veiðimenn taki því gjarnan fagnandi þegar skemmtikvöldin fara í gang eftir jólahátíðarnar og nú er einmitt komið að fyrsta skemmtikvöldinu á þessu ári. Kvöldið byrjar stundvíslega klukkan 20:11 í salarkynnum SVFR við Rafstöðvarveg 14 en engin sérstök skýring liggur fyrir á þessari sérstöku tímasetningu sem er nokkuð sérstök eins og gefur að skilja. Meðal þess sem verður í boði á kvöldinu er veiðistaðalýsing á Haukadalsá en hún er ný í flóru félagsins og hafa félagsmenn tekið henni fagnandi eftir að Laxá í Dölum fór frá SVFR. Þorsteinn Stefánsson verður með veiðistaðalýsingu úr Varmá en Þorsteinn þekkir ánna vel og það eru fáir sem hafa náð jafnmörgum stórfiskum úr henni og hann síðustu ár. Þeir sem vilja kynnast Varmá betur ættu klárlega að mæta þó ekki nema til að fá þennan fyrirlestur. Meðal þeirra sem taka til máls er goðsögnin Jón Skelfir en það mun ekki vera tekið sérstaklega fram hvar á veiðisviðinu hans umræða mun leiða gesti kvöldsins en miðað við fyrri skipti þegar Jón tekur til máls verður líklega hlegið nokkuð mikið. Alir félagsmenn SVFR eru hvattir til að mæta á þetta skemmtilega kvöld sem og aðrir áhugamenn og konur um stangveiði.
Stangveiði Mest lesið Lítið að gerast í Stóru Laxá Veiði Líflegur markaður með villibráð Veiði Þegar stóru hængarnir fara á stjá Veiði Henrik Mortensen snýr aftur með kastnámskeið Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Brúará er komin í gang Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Af góðum árum, vondum árum og meðaltölum í laxveiði Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði