Renault kynnir Kadjar í sumar Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2015 09:42 Renault Kadjar. Í kjölfar sigurgöngu Renault Captur á alþjóðamörkuðum hefur franski bílaframleiðandinn kynnt til leiks fyrsta fjórhjóladrifna meðalstóra jepplinginn, Renault Kadjar. Bíllinn fer á Evrópumarkað í sumar og verður frumsýndur hér á landi á sama tíma hjá BL. Á síðasta ári voru meðalstórir jepplingar í sama flokki og Kadjar (C-flokkur) nálega fimmti hver bíll sem seldur var í heiminum. Þannig var markaðshlutdeild slíkra bíla um 23% í Evrópu og 26% í Kína. Kadjar er fyrsti meðalstóri jepplingurinn frá Renault og hann er jafnframt svar framleiðandans við vaxandi eftirspurn viðskiptavina Renault um allan heim eftir fjórhjóladrifnum bíl í þessum stærðarflokki. Kadjar verður framleiddur í bílaverksmiðju Renault í Valencia á Spáni og fara fyrstu bílarnir á Evrópumarkað snemma í sumar. Á Kínamarkaði verður Kadjar jafnframt fyrsti meðalstóri jepplingurinn sem Renault framleiðir í nýrri verksmiðju Dongfeng Renault í Wuhan-héraði. Renault er þriðji stærsti bílaframleiðandi Evrópu. Fyrirtækið seldi 2.712.432 bíla árið 2014, eða um 3,2 prósentum fleiri bíla en árið á undan. Alls seldust 1.464.611 Renault bílar í Vestur-Evrópu 2014, 12,5% fleiri en 2013. Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent
Í kjölfar sigurgöngu Renault Captur á alþjóðamörkuðum hefur franski bílaframleiðandinn kynnt til leiks fyrsta fjórhjóladrifna meðalstóra jepplinginn, Renault Kadjar. Bíllinn fer á Evrópumarkað í sumar og verður frumsýndur hér á landi á sama tíma hjá BL. Á síðasta ári voru meðalstórir jepplingar í sama flokki og Kadjar (C-flokkur) nálega fimmti hver bíll sem seldur var í heiminum. Þannig var markaðshlutdeild slíkra bíla um 23% í Evrópu og 26% í Kína. Kadjar er fyrsti meðalstóri jepplingurinn frá Renault og hann er jafnframt svar framleiðandans við vaxandi eftirspurn viðskiptavina Renault um allan heim eftir fjórhjóladrifnum bíl í þessum stærðarflokki. Kadjar verður framleiddur í bílaverksmiðju Renault í Valencia á Spáni og fara fyrstu bílarnir á Evrópumarkað snemma í sumar. Á Kínamarkaði verður Kadjar jafnframt fyrsti meðalstóri jepplingurinn sem Renault framleiðir í nýrri verksmiðju Dongfeng Renault í Wuhan-héraði. Renault er þriðji stærsti bílaframleiðandi Evrópu. Fyrirtækið seldi 2.712.432 bíla árið 2014, eða um 3,2 prósentum fleiri bíla en árið á undan. Alls seldust 1.464.611 Renault bílar í Vestur-Evrópu 2014, 12,5% fleiri en 2013.
Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent