Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson skrifaði í dag undir samning við norska félagið Vålerenga.
Samningur Elíasar er til þriggja ára. Hann var áður á reynslu hjá félaginu og stóð sig það vel að hann fékk samning.
„Það var gaman á fyrstu æfingunni. Ég var mjög ánægur með hraðann sem var mikill. Bæði leikmenn og þjálfari eru góðir," sagði Elías Már við heimasíðu félagsins.
Þetta er tvítugur strákur sem var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar síðasta sumar.
Sá efnilegasti farinn til Noregs

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti


Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti