Bílum að verðmæti 7 milljörðum króna bjargað úr strönduðu skipi Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2015 10:45 Þann 3. janúar síðastliðinn sigldi skipstjóri stóru flutningaskipi í strand eftir að skipið hallaði svo mikið að það var að sökkva. Strandaði hann skipinu á sandrifi fyrir utan strendur Ermasundseyjarinnar Isle of Wight. Með því bjargaði hann verðmætum farmi skipsins, en í því voru 1.400 bílar frá Land Rover, Jaguar og Mini að verðmæti 7 milljarða króna. Þessa dagana er verið að afferma bílana úr skipinu. Margir þeirra eru skemmdir og ljóst að sumir þeirra fara í niðurrif, en þó verður gert við flesta þeirri og enn aðrir eru stráheilir. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá bílana affermda og fara þar margir lúxusvagnarnir sem vafalaust sumir munu fagna að liggi ekki nú á hafsbotni. Skipið, sem er 51.000 tonn að þyngd og ógnarstórt skemmdist mjög lítið og verður fljótlega komið á flot aftur. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður
Þann 3. janúar síðastliðinn sigldi skipstjóri stóru flutningaskipi í strand eftir að skipið hallaði svo mikið að það var að sökkva. Strandaði hann skipinu á sandrifi fyrir utan strendur Ermasundseyjarinnar Isle of Wight. Með því bjargaði hann verðmætum farmi skipsins, en í því voru 1.400 bílar frá Land Rover, Jaguar og Mini að verðmæti 7 milljarða króna. Þessa dagana er verið að afferma bílana úr skipinu. Margir þeirra eru skemmdir og ljóst að sumir þeirra fara í niðurrif, en þó verður gert við flesta þeirri og enn aðrir eru stráheilir. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá bílana affermda og fara þar margir lúxusvagnarnir sem vafalaust sumir munu fagna að liggi ekki nú á hafsbotni. Skipið, sem er 51.000 tonn að þyngd og ógnarstórt skemmdist mjög lítið og verður fljótlega komið á flot aftur.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður