Tímamótakosningar í Grikklandi 25. janúar 2015 14:27 vísir/ap Tímamótakosningar verða í Grikklandi í dag, en samkvæmt skoðanakönnunum eru miklar líkur á að stjórnarandstöðuflokkurinn Syriza sigri. Það er talið geta leitt til þess að Grikkir reyni að semja upp á nýtt um endurgreiðslur á neyðarlánum til þjóðarinnar. Mikil spenna er í Evrópu vegna kosninganna, en Syriza- flokkurnn vill fá afskrifaðan stóran hluta neyðarlána sem landið hefur fengið frá Evrópusambandinu, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Seðlabanka Evrópu undanfarin ár. Sitjandi stjórn landsins óttast að ef stjórnarandstaðan fer með sigur af hólmi munu Grikkir ekki standa í skilum á afborgunum lána sinna, og að þeir hrökklist úr evrusamstarfinu í kjölfarið. Antonis Samaris, forsætisráðherra Grikklands segir að mikil áhætta fylgi því að greiða Syriza flokknum atkvæði sitt. Gríska þjóðin hafi tvo valkosti, annaðhvort að taka stefnuna fram á við eða að halda út í óvissuna. Miklar efnahagsþrengingar hafa verið í Grikklandi undanfarin ár og lítil batamerki sjáanleg. Atvinnuleysi er um 25 prósent og hátt í 50 prósent á meðal yngri hluta þjóðarinnar. Skuldir Grikkja nema um 175 prósent af vergri landsframleiðslu en frá efnahagshruninu, 2008 hafa Grikkir fengið 240 milljarða evra að láni frá áðurnefndum stofnunum. Búist er við því að útgönguspár liggi fyrir um leið og kjörstöðum lokar kl. 17 að íslenskum tíma, en um 9,8 milljónir Grikkja eru á kjörskrá í þingkosningum. Grikkland Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Sjá meira
Tímamótakosningar verða í Grikklandi í dag, en samkvæmt skoðanakönnunum eru miklar líkur á að stjórnarandstöðuflokkurinn Syriza sigri. Það er talið geta leitt til þess að Grikkir reyni að semja upp á nýtt um endurgreiðslur á neyðarlánum til þjóðarinnar. Mikil spenna er í Evrópu vegna kosninganna, en Syriza- flokkurnn vill fá afskrifaðan stóran hluta neyðarlána sem landið hefur fengið frá Evrópusambandinu, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Seðlabanka Evrópu undanfarin ár. Sitjandi stjórn landsins óttast að ef stjórnarandstaðan fer með sigur af hólmi munu Grikkir ekki standa í skilum á afborgunum lána sinna, og að þeir hrökklist úr evrusamstarfinu í kjölfarið. Antonis Samaris, forsætisráðherra Grikklands segir að mikil áhætta fylgi því að greiða Syriza flokknum atkvæði sitt. Gríska þjóðin hafi tvo valkosti, annaðhvort að taka stefnuna fram á við eða að halda út í óvissuna. Miklar efnahagsþrengingar hafa verið í Grikklandi undanfarin ár og lítil batamerki sjáanleg. Atvinnuleysi er um 25 prósent og hátt í 50 prósent á meðal yngri hluta þjóðarinnar. Skuldir Grikkja nema um 175 prósent af vergri landsframleiðslu en frá efnahagshruninu, 2008 hafa Grikkir fengið 240 milljarða evra að láni frá áðurnefndum stofnunum. Búist er við því að útgönguspár liggi fyrir um leið og kjörstöðum lokar kl. 17 að íslenskum tíma, en um 9,8 milljónir Grikkja eru á kjörskrá í þingkosningum.
Grikkland Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Sjá meira